18. október 2023
Sýnum bleikan stuðning
Bleiki dagurinn

Föstudaginn 20. október verður bleikur dagur hjá okkur í Tækniskólanum.
Bleiki dagurinn er hluti af árlegu árvekni- og fjáröflunarátaki Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.
Við hvetjum ykkur til þess að mæta í bleikum fatnaði í skólann þann 20. október næstkomandi svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu.
Verum bleik – fyrir okkur öll!