10. janúar 2020
Tækniskólinn áfram í Gettu betur
Lið Tækniskólans sigraði lið FSu 22-13 í fyrstu umferð Gettu betur sem fram fór 7. janúar síðastliðinn.
Í 16 liða úrslitum mætir Tækniskólinn Menntaskólanum á Akureyri. Keppnin verður í beinni útsendingu á Rás2 16. janúar kl. 20:30. Auk þess eru allir þeir sem hafa áhuga hvattir til að gera sér ferð upp í Efstaleiti til þess að sjá keppnina og hvetja liðið okkar áfram.
Lið Tækniskólans skipa Auður Aþena Einarsdóttir, Emil Uni Elvarsson og Þorsteinn Magnússon. Á myndinni má sjá Árna Frey Magnússon, annan af tveimur þjálfurum liðsins með þeim.