fbpx
Menu

Fréttir

23. febrúar 2022

Tækniskólinn fær FS í heimsókn í Morfís

Tækniskólinn og FS eigast við í fyrstu umferð Morfís 2022. Umræðuefni kvöldsins er lífið er leikrit og mælir Tækniskólinn að sjálfsögðu með því. Keppnin fer fram í matsal Tækniskólans við Skólavörðuholt og hefst kl. 18:00 og er frítt inn fyrir alla gesti.

Þeir sem ekki komast á staðinn geta fylgst með keppninni í beinu streymi á YouTube.

Lið Tækniskólans er skipa Helena Dís Friðriksdóttir, Agni Freyr Arnarson Kuzminov, Guðrún Gígja Vilhjálmsdóttir og Ísak Máni Guðmundsson.