fbpx
Menu

Fréttir

07. janúar 2022

Tækniskólinn keppir

Upphaf vorannar markar oft upphaf keppnistímabils í hinum ýmsu framhaldsskólakeppnum og ber þá helst að nefna Gettu betur, Morfís (Mælsku og rökræðukeppni framhaldsskólanna) og FRÍS (Framhaldsskólaleikana í Rafíþróttum).

 

Gettu betur

Gettu betur

Undan farin ár hefur Tækniskólanum gengið vel í Gettu betur. Í fyrra var árangurinn betri en nokkru sinni fyrr þegar skólinn náði í undanúrslit keppninnar. Árið 2020 keppti skólinn í fyrsta sinn í sjónvarpi.

Lið skólans er skipað af þeim Emil Una Elvarssyni, Þorsteini Magnússyni og Hrefnu Hjörvarsdóttur en þeir tveir fyrrnefndu kepptu einmitt fyrir hönd skólans í fyrra líka.

Í fyrstu umferð mætir Tækniskólinn liði Framhaldsskóla Norðurlands Vestra og verður keppnin í beinni útsendingu á RUV.is þriðjudaginn 11. janúar kl. 19:40.

 

Morfís

Lið Tækniskólans mætir Menntaskólanum á Laugarvatni. Keppnin fer fram á laugarvatni þó enn sé ekki komin staðfest keppnisdagsetning má gera ráð fyrir því að hún fari fram undir lok janúarmánaðar.

Lið Tækniskólans er skipað af þeim Helenu Dís Friðriksdóttur, Guðrúnu Gígju Vilhjálmsdóttur og Þorgeiri Atla Kárasyni.

 

FRÍS

FRÍS meistarar 2021

Árið 2021 fóru Framhaldsskólaleikarnir í Rafíþróttum, eða FRÍS, fram í fyrsta skiptið og gerði Tækniskólinn sér lítið fyrir og sigraði keppnina. Leikarnir eru haldnir af RÍSÍ og er keppt í leikjunum Counter Strike: Global Offensive, Rocket League og FIFA.

Fyrst er keppt í riðlakeppni og fara 4 efstu liðin úr riðlakeppninni áfram og leika til undanúrslita. Valdir leikir úr keppninni eru sýndir í beinni útsendingu á Stöð2eSport. Aðra leiki Tækniskólans verður hægt að sjá í beinni útsendingu á Twitch rás Tækniskólans og/eða Twitch rás RÍSÍ.

Lið Tækniskólans í rafíþróttum eru vel mönnuð eins og hér má sjá:

CS:GO

Kaewmungkorn Yuangthong
Sigurður Steinar Gunnarsson
Magnús Rönne
Finnur Gauti Guðmundsson
Lukas Brazaitis
Tiago Miguel Martins Foutinho
Irfan Bajramaj

Rocket League

Henrik Niescier
Kristinn Halldórsson
Ísar Logi Arnarson
Olivier Piotr Lis
Elvar Christiansen

FIFA22

Einar Sverrisson
Ísak Ragnarsson