14. febrúar 2019
Tækniskólinn mætir Verzló í Morfís

Tækniskólinn og Verzló mætast í Morfís föstudaginn 15. febrúar kl. 19:30 í Verzlunarskóla Íslands. Umræðuefni kvöldsins eru fanganýlendur og mælir Tækniskólinn með.
8 liða úrslit
Eftir frækinn sigur á Borgarholtsskóla í 16 liða úrslitum mætir lið Tækniskólans liði Verzlunarskólans í 8-liða úrslitum, en Verzlunarskólinn sat hjá í 16. liða úrslitum og er því að keppa sína fyrstu keppni.
Lið Tækniskólans skipa:
Huginn Þór Jóhannsson – Tölvubraut
Kormákur Atli Unnþórsson – Tölvubraut
Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir – K2
Agni Freyr Arnarson Kuzminov – Grunnnám upplýsingatækni og fjölmiðla