fbpx
Menu

Fréttir

24. janúar 2018

Þrjár tilnefningar til íslensku vefverðlaunanna tengdar Tækniskólanum

Þrjár tilnefningar til íslensku vefverðlaunanna í hús hjá Tækniskólanum og nemendum Vefskólans.

Starfsmenn og nemendur skólans eru stoltir af tilnefningunum.

Íslensku vefverðlaunin eru uppskeruhátíð vefiðnaðarins, haldin með það að markmiði að efla hann, verðlauna bestu vefina og hvetja þá sem starfa á þessum vettvangi til dáða.
Fyrirtækjavefur ársins (Stærri fyrirtæki) – tskoli.is
Samfélagsverkefni ársins – www.finnduleid.is (Útskriftarverkefni nemenda)
Gæluverkefni ársins – www.thorkelsdottir.com  (Vefur eftir nemendur Vefskólans)

Til hamingju allir sem komið hafa að þessum verkefnum!

Fyrirtækjavefur ársins

Vef­ur Tækniskólans – tskoli.is er unninn í umsjón vefstofunnar Kosmos og Kaos. Hönn­unar- og hug­mynda­vinna var unnin í sam­starfi við Birnu og Jóhönnu Þorkels­dætur sem voru nem­endur Vef­skólans og fleiri nem­endur frá skól­anum komu að vinn­unni í upp­hafi og í sam­starfi við vef­stofuna og starfsmenn skólans. Árið 2016 hófst markviss vinna við verkið og stýr­ir­hópur var stofnaður innan skólans sem skipaður var Ásgerði Sveins­dóttur, Ingi­björgu Rögn­valds­dóttur, Jónatan Arnari Örlygs­syni og Ólafi Sveini Jóhann­es­syni. Sig­urjón Ólafsson hjá Funksjón vefráðgjöf vann með stýri­hópnum að und­ir­bún­ings­vinnu.

Vefir eftir nemendur Vefskólans

Tilnefndur er www.finnduleid.is  í flokknum Samfélagsverkefni ársins sem var útskriftarverkefni í Vefskólanum en námið þar er eina námið hér á landi sem sameinar kennslu í vefhönnun, viðmóti og vefforritun. Vefskólinn tengist einnig vef í flokknum Gæluverkefni ársins  www.thorkelsdottir.com, en systurnar, sem komu að hugmyndavinnu við vef Tækniskólans, unnu þennan vef og hafa báðar verið nemendur Vefskólans.

Framtíð í stafrænu umhverfi

Tilnefningar sem þessar hvetja starfsmenn, kennara og nemendur Tækniskólans til dáða og til að halda sig í flokki þeirra bestu í hönnun og sköpun í vefiðnaðinum.

Við erum stolt og afar þakklát fyrir þessar tilnefningar.