en
Menu
en

Fréttir

12. september 2022

Til­kynning vegna netárásar

Eftir stöðufund með tölvu­deild Tækni­skólans viljum við koma eft­ir­far­andi upp­lýs­ingum á fram­færi.

Við fyrstu athugun má fullyrða að sú netárás sem var gerð á Tækni­skólann í síðustu viku hafi verið vel ígrunduð og alvarleg.

Að því sögðu skal það tekið fram að tölvu­deild skólans, í sam­starfi við netör­ygg­is­sérfræðinga, hefur unnið dag og nótt við að tak­marka skaðann.

Netör­ygg­is­varnir Tækni­skólans eru góðar en allur er varinn góður og má búast við nokkrum dögum þar til net­kerfi skólans verður komið í samt lag.

  • Margar starfsstöðvar eru nú þegar með net og þær eru merktar með Post It miðum með orðunum „má nota“ sem þýðir að tölvan sé örugg og tengd WiFi
  • Gert er ráð fyrir að nettenging – WiFi – verði komin á í öllum byggingum skólans á næstu dögum (síðasta lagi á föstudag)
  • Nettenging fyrir tölvur í kennslustofum – s.s. tölvustofum – verða líklega tengdar á fimmtudag
  • Unnið er að bráðabirgða lausn í prentmálum sem kemur vonandi til framkvæmda á næstu dögum
  • Ekki er talið líklegt að aðgangur að drifum skólans verði aðgengilegur fyrr en í næstu viku
  • Ekki er hægt að afgreiða póst sem sendur er á tskoli@tskoli.is í augnablikinu en erindi verða afgreidd um leið og pósturinn verður aðgengilegur aftur
  • Einhverjir hnökrar eru enn á símkerfi skólans

Ofan­greindar upp­lýs­ingar eru birtar með fyr­ir­vara um breyt­ingar sem geta bæði flýtt þessum ferlum og seinkað þeim.

Við biðjum starfs­fólk og nem­endur að sýna biðlund á meðan unnið er að lag­fær­ingu.