fbpx
en
Menu
en

Fréttir

12. september 2022

Tilkynning vegna netárásar

Eftir stöðufund með tölvudeild Tækniskólans viljum við koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri.

Við fyrstu athugun má fullyrða að sú netárás sem var gerð á Tækniskólann í síðustu viku hafi verið vel ígrunduð og alvarleg.

Að því sögðu skal það tekið fram að tölvudeild skólans, í samstarfi við netöryggissérfræðinga, hefur unnið dag og nótt við að takmarka skaðann.

Netöryggisvarnir Tækniskólans eru góðar en allur er varinn góður og má búast við nokkrum dögum þar til netkerfi skólans verður komið í samt lag.

  • Margar starfsstöðvar eru nú þegar með net og þær eru merktar með Post It miðum með orðunum „má nota“ sem þýðir að tölvan sé örugg og tengd WiFi
  • Gert er ráð fyrir að nettenging – WiFi – verði komin á í öllum byggingum skólans á næstu dögum (síðasta lagi á föstudag)
  • Nettenging fyrir tölvur í kennslustofum – s.s. tölvustofum – verða líklega tengdar á fimmtudag
  • Unnið er að bráðabirgða lausn í prentmálum sem kemur vonandi til framkvæmda á næstu dögum
  • Ekki er talið líklegt að aðgangur að drifum skólans verði aðgengilegur fyrr en í næstu viku
  • Ekki er hægt að afgreiða póst sem sendur er á [email protected] í augnablikinu en erindi verða afgreidd um leið og pósturinn verður aðgengilegur aftur
  • Einhverjir hnökrar eru enn á símkerfi skólans

Ofangreindar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar sem geta bæði flýtt þessum ferlum og seinkað þeim.

Við biðjum starfsfólk og nemendur að sýna biðlund á meðan unnið er að lagfæringu.