fbpx
Menu

Fréttir

09. maí 2018

Tölvubraut: gervigreind og vélmenni.

Tölvubraut: gervigreind og vélmenni.

Nemendur ásamt kennurum í áföngunum reiknirit og vélmenni á tölvubraut fóru á dögunum í heimsókn í Háskólann í Reykjavík þar sem Dr. Yngvi Björnsson tók vel á móti okkur. Þar fengum við góða kynningu á gervigreind og starfsemi Gervigreindarsetursins.

Vélmennaverkefni skoðuð

Að því loknu kíktum við yfir í Tæknifræðina í HR þar sem við fengum að skoða okkur um og spyrja út í hin ýmsu vélmennaverkefni sem nemendur eru að vinna að og verða sýnd á uppskeruhátíð 3ja vikna námskeiða tækni- og verkfræðideildar HR 11. maí næstkomandi. Þá er Tæknidagur verkfræði og tæknideildar Háskólans með fróðlegri dagskrá.

Við þökkum Dr. Yngva Björnssyni, kennurum og nemendum í Tæknifræði kærlega fyrir góðar móttökur.