fbpx
Menu

Fréttir

17. janúar 2018

Umsóknarfrestur Erasmus+

Umsóknarfrestur Erasmus+

Umsóknarfrestur er til 1. febrúar

Á hverju ári sækir Tækniskólinn um Erasmus+ styrki (www.erasmusplus.is) til að gera nemendum og starfsmönnum kleift að fara til annarra landa til að taka þátt í verkefnum og námskeiðum eða í starfsþjálfun tengda námi þeirra í Tækniskólanum.

Ávinningur erlendra samskipta er að öðlast skilning í faginu á alþjóðlegum grunni og betri sýn á þau tækifæri sem bjóðast í tengslum við það.

Hver nemandi getur verið úti í tvær vikur til sex mánuði eftir tilhögun og samkomulagi.

Umsóknarfrestur er til 1. febrúar og þurfa umsóknir að berast alþjóðafulltrúa Tækniskólans í síðasta lagi 26. janúar. Styrkirnir gilda í tvö ár, frá 1. júní 2018 til 31. maí 2020.

 

Nemendur geta sótt um styrki til þrenns konar verkefna:

Hópferð:
Nemendur geta sótt um styrk til að fara í tveggja vikna námsferðir með kennurum, lágmark fimm í hóp.
Nemendur í gull- og silfursmíði, grafískri miðlun, Raftækniskólanum, tækniteiknun, pípulögnum, hönnun, húsasmíði og fleiri námsgreinum hafa farið í slíkar ferðir. Þá er farið í heimsóknir í skóla og fyrirtæki í viðkomandi greinum.

Þessar ferðir eru skipulagðar af nemendum og kennurum í sameiningu.

Námskeið:
Nemendur geta sótt um styrk til að fara á námskeið í sinni iðngrein, t.d. hafa nemendur í fataiðn farið á námskeið í Mílanó á Ítalíu.

Nemendur þurfa sjálfir að finna námskeið og ákveða hvert þeir vilja fara og hvenær. Síðan hafa þeir samband við alþjóðafulltrúa sem sækir um styrk fyrir þá.

Starfsnám:
Nemendur geta sótt um styrk til að taka hluta af starfsnámi sínu erlendis í allt að sex mánuði.

Nemendur þurfa sjálfir að sækja um hjá fyrirtækjum sem þeir hafa áhuga á að vinna hjá og fá vilyrði fyrir námssamningi.

Alþjóðafulltrúi getur í einhverjum tilfellum bent á fyrirtæki sem hafa tekið nema frá Tækniskólanum.