fbpx
Menu

Fréttir

19. nóvember 2018

Upplestur og spurningakeppni á degi íslenskrar tungu

Upplestur og spurningakeppni á degi íslenskrar tungu

Nýjar bækur Ljónið og Rotturnar

Rithöfundarnir Hildur Knútsdóttir (Ljónið) og Ragnheiður Eyjólfsdóttir (Rotturnar) komu og lásu upp úr nýju bókunum sínum fyrir stóran hóp nemenda. Eftir lesturinn spjölluð þær og svöruðu spurningum um tilurð bókanna og persónur þeirra. Bækur Hildar og Ragnheiðar hafa verið vinsælar á kjörbókalistum í skólanum og þessar nýju verða það án efa líka.

Spurningar um bækur og höfunda

Að upplestri loknum stýrði Hildur Sigurðardóttir bókavörður spurningakeppni um bækur og höfunda. Rúmlega fjörutíu nemendur tóku þátt en sigurvegararnir fengu bækur þeirra Hildar Knútsdóttur og Ragnheiðar í verðlaun.