Útskrift Tækniskólans
Útskrift Tækniskólans á vorönn 2025 mun fara fram laugardaginn 24. maí í Hörpu. Tvær athafnir verða að þessu sinni. Fyrri athöfn hefst klukkan 12:00 og síðari athöfn klukkan 16:00 og fara báðar athafnir fram í Silfurbergi. Útskriftarnemar eiga að mæta 45 mínútum áður en athöfn hefst. Síðari útskriftarathöfn Tækniskólans er fyrir nemendur Meistaraskólans og stafrænnar hönnunar. Aðrir nemendur mæta í fyrri útskriftarathöfn.
Útskriftarnemendum er úthlutað sæti við athöfnina og hver skóli útskrifar eina námsbraut í einu. Frjálst sætaval er fyrir gesti, en hver og einn nemandi, hefur leyfi til að bjóða tveimur gestum með á athöfnina.
Hér eru nokkur praktísk atriði sem nemendur þurfa að vita:
Nemendur í fyrri athöfn mæta klukkan 11:15 og lengd athafnar er áætluð 2 klst.
Fyrri athöfn – 12:00
- Tæknimenntaskólinn
- Byggingatækniskólinn
- Raftækniskólinn
- Upplýsingatækniskólinn
- Véltækniskólinn
- Skipstjórnarskólinn
- Hönnunar- og handverksskólinn
Nemendur í seinni athöfn mæta klukkan 15:15 og lengd athafnar er áætluð 1klst.
Seinni athöfn – 16:00
- Meistarskólinn
- Stafræn hönnun
Snyrtilegur klæðnaður er skilyrði. Hlekkur á beint streymi frá útskriftinni verður birt á vefsíðu skólans þann 24. maí.
Upplýsingafundur
HÉR má sjá upptöku af upplýsingafundi sem haldin var fyrir útskriftarnemendur þann 13. maí.
Við hvetjum þá útskriftarnemendur sem misstu af fundinum til þess að horfa á upptökuna.