Menu

Fréttir

22. maí 2025

Útskrift Tækniskólans

Útskrift Tækniskólans á vorönn 2025 mun fara fram laugardaginn 24. maí í Hörpu. Tvær athafnir verða að þessu sinni. Fyrri athöfn hefst klukkan 12:00 og síðari athöfn klukkan 16:00 og fara báðar athafnir fram í Silf­ur­bergi. Útskrift­ar­nemar eiga að mæta 45 mín­útum áður en athöfn hefst. Síðari útskrift­ar­at­höfn Tækni­skólans er fyrir nem­endur Meist­ara­skólans og sta­f­rænnar hönn­unar. Aðrir nem­endur mæta í fyrri útskrift­ar­at­höfn.

Útskrift­ar­nem­endum er úthlutað sæti við athöfnina og hver skóli útskrifar eina náms­braut í einu. Frjálst sætaval er fyrir gesti, en hver og einn nem­andi, hefur leyfi til að bjóða tveimur gestum með á athöfnina.

Hér eru nokkur praktísk atriði sem nemendur þurfa að vita:

Nemendur í fyrri athöfn mæta klukkan 11:15 og lengd athafnar er áætluð 2 klst.

Fyrri athöfn – 12:00

  • Tæknimenntaskólinn
  • Byggingatækniskólinn
  • Raftækniskólinn
  • Upplýsingatækniskólinn
  • Véltækniskólinn
  • Skipstjórnarskólinn
  • Hönnunar- og handverksskólinn

 

Nemendur í seinni athöfn mæta klukkan 15:15 og lengd athafnar er áætluð 1klst.

Seinni athöfn – 16:00

  • Meistarskólinn
  • Stafræn hönnun

Snyrtilegur klæðnaður er skilyrði. Hlekkur á beint streymi frá útskriftinni verður birt á vefsíðu skólans þann 24. maí.

 

Upplýsingafundur
HÉR má sjá upptöku af upplýsingafundi sem haldin var fyrir útskrift­ar­nem­endur þann 13. maí.

Við hvetjum þá útskrift­ar­nem­endur sem misstu af fund­inum til þess að horfa á upp­tökuna.