en
Menu
en

Fréttir

16. desember 2024

Upplýsingar vegna útskriftar

Útskrift Tækniskólans

Útskrift Tækni­skólans á haustönn fer fram í Eld­borg­arsal Hörpu, miðvikudaginn 18. desember. Athöfnin hefst stund­vís­lega kl. 13:00 og nem­endur eru beðnir um að mæta klukku­stund áður en athöfn hefst, nánar tiltekið klukkan 12:00 í Eldborgarsal.

Útskrift­ar­nem­endum er úthlutað sæti við athöfnina og hver skóli útskrifar eina náms­braut í einu. Frjálst sætaval er fyrir gesti, en hver og einn nem­andi, hefur leyfi til að bjóða fjórum gestum með á athöfnina.

Hér eru nokkur praktísk atriði sem nemendur þurfa að vita:

  • Nemendur mæta klukkan 12:00 í Eldborgarsal Hörpu
  • Öðrum gestum er hleypt inn í salinn 20 mínútum fyrir athöfn
  • Hámarksfjöldi gesta pr. nemanda eru fjórir
  • Lengd athafnar eru rúmlega 2 klst.
  • Snyrtilegur klæðnaður er skilyrði

Ath. Ef nem­andi er að útskrifast af tveimur náms­brautum – t.d. sem stúdent og klæðskeri – þá fær viðkom­andi nem­andi bæði burt­far­ar­skír­teini í einu við útskrift.

Hér má sjá beint streymi frá viðburðinum.

 

Upplýsingafundur

Hér má sjá upptöku af upplýsingafundi sem haldin var fyrir útskriftarnemendur þann 5. desember.

Við hvetjum þá útskriftarnemendur sem misstu af fundinum til þess að horfa á upptökuna.