fbpx
en
Menu
en

Fréttir

16. desember 2021

Útskrift Tækniskólans

Útskrift 2021Við viljum minna nemendur okkar á nokkur mikilvæg atriði varðandi útskrift Tækniskólans sem fer fram í Eld­borg­arsal Hörpu sunnudaginn 19. desember kl. 14:00. Útskriftin verður í beinu streymi og hér er hlekkur á viðburðinn.

 

Hraðpróf

Vegna sóttvarnartakmarkana þurfa allir nemendur sem vilja mæta til útskriftar að sýna neikvæða niðurstöðu úr hraðprófi. Prófið má ekki vera eldra en 48 klst. og við mælum með að fara í hraðpróf laugardaginn 18. desember.

 

Gestafjöldi og miðasala

Hver og einn nemandi hefur leyfi til þess að bjóða þremur gestum á útskriftina en þeir þurfa einnig að gangast undir hraðpróf fyrir athöfn.

Miða fyrir gesti þarf að bóka í gegnum miðasölu Hörpu en skólinn sér um sætaskipan fyrir alla nemendur og þurfa þeir því ekki að panta miða.

 

Allir nem­endur og starfs­menn fá grímu frá skól­anum fyrir athöfnina. Sjáumst hress og kát – og spariklædd á sunnudaginn!