fbpx
Menu

Fréttir

16. maí 2022

Útskrift Tækniskólans

Útskrift á haustönn 2021Útskrift Tækniskólans á vorönn 2022 fer fram í Eld­borg­arsal Hörpu, sunnu­daginn 22. maí. Athöfnin hefst stundvíslega kl. 13:00, en nemendur eru beðnir um að mæta klukkustund áður en athöfn hefst, nánar tiltekið klukkan 12:00.

Útskriftarnemendum er úthlutað sæti við athöfnina og hver skóli útskrifar eina námsbraut í einu. Frjálst sætaval er fyrir gesti, en hver og einn nemandi, hefur leyfi til að bjóða fjórum gestum með á athöfnina.

Gera má ráð fyrir að athöfnin taki u.þ.b. 2 klst.

Mikilvægt er að nemendur mæti stundvíslega – klukkan 12:00 – svo mögulegt sé að fara yfir skipulag athafnar áður en gestir taka sæti inn í sal. Vakin er athygli á að snyrtilegur klæðnaður er skilyrði.

Ath. Ef nemandi er að útskrifast af tveimur námsbrautum – t.d. sem stúdent og klæðskeri – þá fær viðkomandi nemandi bæði burtfararskírteini í einu við útskrift.