09. mars 2021
Útskriftarhúfumátun
Þriðjudaginn 16. mars bjóða P. Eyfeld og Formal Stúdentshúfur upp á útskriftarhúfumátun í Tækniskólanum.
Þau verða með viðveru í 3 aðalbyggingum skólans á eftirfarandi tímum:
kl. 9:30–11:00 – Hafnarfjörður (Flatahraun) í matsal
kl. 11:30–13:10 – Skólavörðuholt í matsal
kl. 13:30–15:00 – Háteigsvegur – opið rými á 2. hæð
Þeir sem ekki geta mætt í mátun þennan dag geta sett sig beint í samband við fyrirtækin til að kynna sér tilboð og panta húfur.