Útskriftarhúfumátun
Fimmtudaginn 12. október er útskriftarhúfumátun á Háteigsvegi og Skólavörðuholti.
P. Eyfeld og Formal verða á staðnum og geta nemendur kynnt sér vörur og tilboð hjá þeim.
Háteigsvegur – í opnu rými á 2. hæð
Kl. 9:30–11:00
Skólavörðuholt – í matsalnum
Kl. 11:30–13:00
Svör við algengum spurningum
Hvernig á útskriftarhúfan mín að vera á litinn?
Ykkur er frjálst að velja þá húfu sem þið viljið bera. En oft er hefð fyrir því að iðnnemar beri vínrauðar húfur, skipstjórn dökkbláar, vélstjórn svartar og stúdentshúfur eru hvítar.
Hvaða húfur nota meistaranemar?
Vínrauðar húfur eins og aðrir iðnnemar.
Ég á húfu síðan ég útskrifaðist úr framhaldsskóla. Núna er ég að útskrifast úr iðngrein. Er hægt að kaupa aðeins kollinn á húfuna?
Já það er hægt er að taka kollinn af og setja nýjan koll á með öðrum lit.
Er skylda að vera með útskriftarhúfu?
Nei, það er engum skylt að vera með húfu. En mörgum þykir það bæði skemmtilegt og hátíðlegt.
Ég kemst ekki á fimmtudaginn. Get ég fengið að máta seinna?
Þau sem ekki hafa kost á að mæta í mátun þennan dag geta sett sig í samband við P. Eyfeld eða Formal og komið til þeirra í mátun.
Ef ég kemst ekki á útskriftina hvenær fæ ég brautskráningarskírteinið mitt?
Eftir útskrift má nálgast skírteini á skrifstofu skólans. Skrifstofan hefur síðar samband við þau sem eiga eftir að sækja skírteinið sitt.