fbpx
Menu

Fréttir

04. mars 2019

Ævintýraleg útskriftarsýning hársnyrtinema

Ævintýraleg útskriftarsýning hársnyrtinema

Ævintýri

6. mars kl. 20:00 heldur Handverksskólinn útskriftarsýningu hársnyrtinema í Gamla bíó. Húsið opnar kl. 19:30.
Þema sýningarinnar er ævintýri og verða greiðslurnar eftir því.

48 módel stíga á svið

Alls eru 12 nemendur sem taka þátt í sýningunni og sér hver og einn nemandi um klippingu, litun og greiðslu á 4 módelum yfir daginn. Á svið munu því stíga 48 módel.

Aðgangur ókeypis

Það er frítt inn á sýninguna og eru allir áhugasamir hvattir til þess að mæta og sjá þennan stórbrotna viðburð.