fbpx
Menu

Fréttir

08. maí 2023

Útskriftarsýning

Útskriftarsýning grafísk miðlun, bókband og ljósmyndunÖllu verður tjaldað á útskriftarsýningu nemenda Upplýsingatækniskólans í bókbandi, grafískri miðlun og ljósmyndun.

Sýningin opnar föstudaginn 12. maí klukkan 15:00–18:00 í Tækniskólanum við Háteigsveg 35–39.

Á sýningunni gefur að líta fjölbreytt verk eftir nítján nemendur, allt frá ljósmyndum upp í innbundnar bækur og prentgripi. Á meðal prentgripa eru ljósmyndabækur, auglýsingar, umbúðir, bæklingar og tímaritið Askur sem er samstarfsverkefni nema í grafískri miðlun.

Sýning á verkefnum nemenda Upplýsingatækniskólans á sér langa sögu en hún er lokapunkturinn á tveggja og hálfs árs lærdómsferli þeirra og þykir gefa ágætis innsýn í hið yfirgripsmikla nám sem fram fer í skólanum.

Útskriftarsýningin stendur til 15. maí, það er engin aðgangseyrir og er hún öllum aðgengileg.

Verið velkomin!