05. desember 2017
Vegleg gjöf til Raftækniskólans

Stórhugur og vinsemd
Rönning færði Raftækniskólanum gjöf, tækjabúnað að andvirði 4,3 milljónum króna. Um er að ræða kennsluefni í Easy hússtjórnarkerfi frá Berker by Hager. Þetta er gjöf frá Berker og sýna þeir stórhug og mikla vinsemd í þessari gjöf.
Þakklæti fyrir góða gjöf
Við hjá Raftækniskólanum þökkum fyrir okkur og verður að segjast að þetta kemur á réttum tíma þar sem skólinn er að uppfæra búnaðinn um þessar mundir.
Á myndinni með fréttinni eru frá vinstri Sigursteinn Óskarsson fagstjóri sterkstraums, Helgi Guðlaugsson hjá Rönning, Valdemar Gísli Valdemarsson skólastjóri Raftækniskólans, Ásgeir Kristinsson sölumaður hjá Rönning og Sigurður Strange kennari í rafvirkjun.