fbpx
Menu

Fréttir

05. desember 2017

Vegleg gjöf til Raftækniskólans

Vegleg gjöf til Raftækniskólans

Stórhugur og vinsemd

Rönning færði Raftækniskólanum gjöf, tækjabúnað að andvirði 4,3 milljónum króna. Um er að ræða kennsluefni í Easy hússtjórnarkerfi frá Berker by Hager. Þetta er gjöf frá Berker og sýna þeir stórhug og mikla vinsemd í þessari gjöf.

Þakklæti fyrir góða gjöf

Við hjá Raftækniskólanum þökkum fyrir okkur og verður að segjast að þetta kemur á réttum tíma þar sem skólinn er að uppfæra búnaðinn um þessar mundir.

Á myndinni með fréttinni eru frá vinstri Sigursteinn Óskarsson fagstjóri sterkstraums, Helgi Guðlaugsson hjá Rönning, Valdemar Gísli Valdemarsson skólastjóri Raftækniskólans, Ásgeir Kristinsson sölumaður hjá Rönning og Sigurður Strange kennari í rafvirkjun.