24. ágúst 2020
Vegna fjarkennslu í gegnum Teams
Upplýsingar til nemenda og forráðamanna vegna fjarkennslu í gegnum Teams
Næstu vikur má gera ráð fyrir því að flestir nemendur Tækniskólans muni að einhverju leyti stunda nám yfir netið í rafrænni kennslustofu. Til þess notum við Microsoft Teams samhliða kennslukerfinu Innu. Þetta er það sem þið þurfið að gera til að komast inn á Teams:
- Rifja upp eða kynna ykkur Tækniskólanetfangið ykkar og aðgangsorð (sama notendanafn og þið notið til að skrá ykkur inn á tölvur skólans). Ef þið eruð ekki með það á hreinu þá getið þið farið hér inn til þess að búa til nýtt lykilorð. Þar setjið þið inn persónulega netfangið ykkar sem þið notið í Innu og ýtið svo á ,,request link“. Þá munuð þið fá póst með notendanafni og nýja lykilorðinu ykkar. Þið þurfið að bregðast við póstinum innan 15 mínútna – annars þurfið þið að gera þetta aftur. Athugið þó að það getur tekið um 2 klukkutíma fyrir nýtt lykilorð að virkjast og því gætuð þið þurft að bíða þann tíma þar til þið getið tekið skref 2.
- Setja upp Microsoft teams í tölvunni ykkar og/eða snjalltæki (svo sem síma). Hér er að finna leiðbeiningar um hvernig á að setja upp Microsoft teams og í reynd ýmislegt annað. Ef þið lendið í vandræðum sendið þá tölvupóst á [email protected] eða nýtið spjallið hér á vefnum okkar.
- Yfirfara upplýsingar um ykkur á Innu. Sumir eru með gömul símanúmer og netföng þar inni og nú er brýnna en nokkurn tíma að allar upplýsingar þar séu réttar. Þá er mikilvægt að þið séuð með ljósmynd af ykkur í Innu.
Loks hvet ég ykkur sem eruð orðin 18 ára og búið í foreldrahúsum til að veita foreldrum/forráðamönnum ykkar aðgang að Innunni svo að þeir geti fylgst með því sem er að gerast hjá ykkur í skólanum og stutt ykkur sem best. Hér eru leiðbeiningar um hvernig það er gert.
Bestu kveðjur, Hildur skólameistari