fbpx
Menu

Fréttir

21. mars 2022

Við reisum hús

Nemendur í húsasmíðiStórsýningin Verk og vit verður haldin í Laugardalshöllinni dagana 24.–27. mars 2022. Verk og vit er frábær vettvangur til að sjá allt það nýjasta í byggingariðnaði, mannvirkjagerð og skipulagsmálum og kynna sér spennandi vörur og þjónustu.

Á sýningunni mun glæsilegur hópur nemenda í húsasmíði standa vaktina fyrir hönd Tækniskólans og í samstarfi við BYKO og Hilti reisa nemendurnir 9fm smáhýsi.

Hrafnkell Marinósson, kennari í húsasmíði, heldur utan um hópinn og eftirfarandi nemendur taka þátt:

  • Andri Marteinn Heimisson
  • Anton Daði Fjölnisson
  • Arnar Ársæll Þórarinsson
  • Hallfreður Lárus Helgason
  • Helgi Snær Valdimarsson
  • Hilmir Ingi Jóhannesson
  • Kristján Vilhelm Gunnarsson
  • Magni Ófeigsson
  • Matthías Davíð Þórhallsson
  • Máni Þorgilsson
  • Natan Snær Bjarnason
  • Philipp Anwar Loose
  • Róbert Ingi Þorsteinsson
  • Steinunn Jónsdóttir
  • Þorkell Davíð Sigurðsson

Við óskum þeim góðs gengis í þessu skemmtilega og spennandi verkefni.