fbpx
Menu

Fréttir

11. mars 2022

Vilt þú koma í heimsókn?

Nú getum við loks boðið gesti velkomna í heimsókn á ný og það verður nóg um að vera hjá okkur í marsmánuði. Taktu frá þína dagsetningu í mars og við tökum vel á móti þér.

 

Opið hús

Viltu koma í heimsóknOpið hús verður í Tækniskólanum fimmtudaginn 31. mars frá kl. 15:00 til 18:00.

Á opnu húsi geta gestir kynnt sér námið og skoðað aðstöðuna. Einnig verður hægt að spjalla við nemendur, kennara og námsráðgjafa.

Nánari dagskrá viðburðar verður auglýst síðar.

 

Skrúfudagur

Skrúfudagur Tækniskólans verður haldinn hátíðlegur þann 26. mars á Háteigs­vegi.

Nánari dagskrá viðburðar verður auglýst síðar.

 

Stórsýningin Verk og vit

Stórsýningin Verk og vit fer fram dagana 27.–30. mars. Þá munu nemendur í húsasmíði byggja hús í Laugardagshöll.

 

Kynningardagur námsráðgjafa

Sérstakur kynningardagur fyrir námsráðgjafa verður haldinn fimmtudaginn 17. mars í Tækniskólanum á Skólavörðuholti.

Þá eru allir námsráðgjafar velkomnir í heimsókn og fá gestir bæði kynningu á skólanum og skoðunarferð um húsnæðið. Dagskrá stendur yfir frá kl. 14:00 til 16:00.

Skráning fer fram í gegnum netfangið [email protected] og nánari upplýsingar veitir Ólafur Sveinn Jóhannesson í gegnum sama netfang eða síma 665 1155.

 

Við hlökkum til að sjá ykkur!