Viltu leika Lísu í Undralandi?
Frítt leiklistarnámskeið
Leikfélag Mars, býður nemendum skólans á leiklistarnámskeið. Öll áhugasöm eru velkomin, námskeiðið er frítt og það þarf ekki einu sinni að skrá sig, bara mæta á staðinn.
Námskeiðið byrjar miðvikudaginn 18. janúar kl. 18:00 í hátíðarsal Tækniskólans sem er á 2. hæð á Háteigsvegi. Námskeiðið verður dagana 18., 20., 25., 26. og 27. janúar. Ef þú hefur áhuga mættu jafnvel þó þú komist ekki öll kvöld.
Að námskeiði loknu býður félagið öllum á opnar prufur fyrir verk ársins – Lísu í Undralandi.
Leiðbeinandi á námskeiðinu og leikstjóri sýningarinnar, Lísu í Undralandi, er Guðmundur Jónas Haraldsson. Frekari upplýsingar má nálgast með því að senda leikfélaginu tölvupóst.
Guðrún Gígja er í stjórn leikfélagsins og hvetur hún nemendur til þess að mæta á námskeiðið og taka þátt.
Stjórn leikfélagsins skipa:
Bjartur Sigurjónsson
Elma Eik Tulinius
Guðrún Gígja Vilhjálmsdóttir
Hrefna Hjörvarsdóttir
Katla Rún
Ragnar Ágúst Ómarsson