fbpx
Menu

Fréttir

10. september 2024

Vöfflukaffi NST

Rjúkandi vöfflur í boði

Miðviku­daginn 11. sept­ember ætlar NST að bjóða nem­endum Tækni­skólans í vöfflukaffi.

Vöffl­urnar verða í boði í mat­salnum á Skólavörðuholti, á Háteigs­vegi og í Hafnarfirði í frímínútunum kl. 14:25.

Vöffluilm­urinn ætti ekki að fara fram hjá neinum!

 

Klúbbakvöld Eniac

Þennan sama dag kl. 17:00 verður klúbba­kvöld á Háteigsvegi þar sem kynning verður á klúbba­starfi, leik­fé­laginu og laninu fyrir nem­endur skólans.

Klúbba­kvöld Eniac eru haldin alla miðviku­daga kl. 17:00–21:00 en þessa vikuna er áhersla lögð á að kynna klúbba­starfið. Nýnemar sem og aðrir nem­endur sem ekki hafa mætt áður á klúbba­kvöldin eru sér­stak­lega hvattir til að líta við og kynna sér starfið.

Hægt er að fylgjast nánar með klúbba­starfi Eniac á Discord.

 

Hlökkum til að sjá ykkur á morgun, bæði í vöfflukaffi og á klúbbakvöldi!