White on White ball
Stórball í Víkingsheimilinu
White on White ball verður haldið í samvinnu við nemendafélög Fjölbrautaskólans í Breiðholti, Tækniskólans, Framhaldsskólans í Mosfellsbæ og Borgarholtsskóla. Ballið er því mun stærra en síðasta ball Tækniskólans. Ballið verður í Víkingsheimilinu í Fossvogi, fimmtudaginn 9. nóvember. Húsið opnar kl. 22:00, lokar kl. 23:00 og lýkur ballinu kl. 01:00.
Fram koma:
- Einn og hálfur dj
- Dóra Júlía
- Séra bjössi
- Daniil
- Blazroca
Miðasala
Miðasala fyrir nemendur Tækniskólans er hafin en föstudaginn 3. nóvember hefst miðasala fyrir gesti úr öðrum framhaldsskólum. Tækniskólanemendur geta boðið einum gesti með sér en gestir geta ekki keypt miða nema með kennitölu þess nemanda sem býður honum með. Kennitöluna skráir gestur við miðakaup.
Miðaverð er 4.500 kr. fyrir nemendur FÁ, Tækniskólans, FB, FMos og Borgarholtsskóla en 5.500 kr. fyrir aðra. Takmarkaður fjöldi miða er í boði og gildir reglan fyrstur kemur, fyrstur fær.
Edrúpottur – ölvun ógildir miðann!
NST mælir með því að þú upplifir lífið edrú. Því fylgja engir gallar, bara kostir. Það má heldur ekki neyta áfengis eða annarra vímugjafa á viðburðum skólans. Slepptu öllu ölæði og taktu meðvitaða ákvörðun um að vera án vímuefna. Snillingar sem blása í áfengismæli komast í edrúpottinn og geta unnið peningaverðlaun.
Einnig er vert að nefna að á ballinu er ekki leyfilegt að koma inn með tóbak, nikótínpúða eða rafrettur. Allur óheimill varningur verður gerður upptækur og honum fargað.
Ofbeldi með öllu ólíðandi
Á viðburðum NST er allt ofbeldi ólíðandi. Það þýðir EKKERT umburðarlyndi fyrir t.d. móðgandi eða særandi athugasemdum um útlit fólks, hómófóbíu eða kynþáttafordómum. Öll hegðun og áreitni sem skapar ógnvekjandi eða fjandsamlegt umhverfi verður ekki liðin.