Menu

Upplýsingaöryggi Tækniskólans

Tölvu­búnaður og Microsoft not­endaaðgangar starfs­fólks Tækni­skólans eru varðir með tölvu­ör­yggis­kerfi. Kerfið sér um að tryggja rétta virkni búnaðarins og koma í veg fyrir órétt­mæta, óviðeig­andi eða utanaðkom­andi notkun. Einnig tryggir kerfið að notkun og virkni sé sam­kvæmt reglum Tækni­skólans.

Kerfið virkar með þeim hætti að ef tölvu­búnaði eða aðgangi er ógnað bregst kerfið við og sendir til­kynn­ingu til viðbragðsaðila skólans. Á þetta bæði við um notkun á borð- og far­tölvum í eigu Tækni­skólans hvort sem notk­unin fer fram innan eða utan veggja skólans. Notkun kerf­isins felur í sér að sé öryggi ógnað er m.a. hægt að skoða atvika­skrán­ingu á þeirri net­umferð sem fram hefur farið á fyrr­greindum tölvu­búnaði skólans.

Fyrir frekari upp­lýs­ingar er bent á tölvu- og tækni­deild skólans, tolvudeild@tskoli.is

Nánar má lesa reglur Tækni­skólans um tölvu­póst og net­notkun hér.