Menu

Starfsumsókn

Laus störf

Starfaðu með okkur og breyttu heiminum!
Líflegur vinnustaður - fjölbreytt nám og skemmtilegir nemendur.

Tæknileiðtogi framtíðarstofu

Öflugur leiðtogi með brennandi áhuga á að leiða ungt fólk til framtíðar í heimi tækni og nýjunga.

Tækniskólinn er að byggja upp glæsilegt tæknisetur og er að leita að hressum tækninörd og náttúrulegum leiðbeinanda sem getur tekið að sér ábyrgð á nýrri 300 fm framtíðarstofu Tækniskólans.

Skemmtilegt og fjölskylduvænt starf þar sem þú tekur þátt í að móta og byggja upp öfluga og flotta tæknistofu með nýsköpunartólum eins og:

 • 3D prenturum
 • CNC skurðarvélum
 • róbotasamsetningum
 • ljósmynda og kvikmyndavélum
 • sýndarveruleika rýmis
 • upptökustúdio o.fl.

Starfið er sveigjanlegt og með möguleika á að aðlaga vinnutíma að þörfum starfsmanns.

Starfssvið:

 • Ábyrgð á framtíðarstofu og tækjum hennar.
 • Umsjón og kennsla á tæki og örugga meðferð þeirra.
 • Val og ábyrgð á búnaði.
 • Móttaka hópa – kynningarstarf.

Hæfniviðmið:

 • Góð tæknikunnátta og brennandi áhugi á nýjungum.
 • Einstaklega góð hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Áhugi og metnaður fyrir að þróa glæsilega framtíðarstofu Tækniskólans.
 • Reynsla af mannaforráðum æskileg.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Umsóknir sendist á Ómar Aage deildarstjóra tækni- og tölvudeildar í netfang  oat@tskoli.is.

Hann veitir einnig nánari upplýsingar um starfið og hægt er að hafa samband í síma 665 -1111 eða með tölvupósti. Umsóknarfrestur er til og með 18. mars. 

Fullum trúnaði er heitið og öllum umsóknum verður svarað.

Við hlökkum til að heyra frá þér!

Tækniskólinn er líflegur vinnustaður með rúmlega 300 starfsmenn.

Helstu starfsstöðvar skólans eru á Skólavörðuholti, Háteigsvegi og við Flatahraun í Hafnarfirði.
Glæsilegt mötuneyti er rekið á hverjum stað og skemmtilegir nemendur og uppátækjasamt starfsfólk einkennir vinnustaðinn.

————————————————-

Nánar um starfsemi Tækniskólans má finna hér á vefnum t.d. á þessum vefsíðum: