Menu

Laus störf

Starfaðu með okkur og breyttu heiminum!
Tækniskólinn er líflegur vinnustaður sem einkennist af uppátækjasömu starfsfólki og skemmtilegum nemendum. Heildarfjöldi starfsfólks við skólann er u.þ.b. 250 og mynda þeir samfélag kennara, stjórnenda, skólaliða, sérfræðinga og meistara (iðnmeistara).

Kennarastöður

Umsóknarfrestur er til 19. maí

Allir umsækjendur skulu hafa fullgild kennsluréttindi á framhaldsskólastigi í viðkomandi kennslugreinum, sbr. lög nr. 87/2008.

Umsóknir berist til Guðrúnar Randalín Lárusdóttur í tölvupósti á netfangið [email protected]

 

Kennari í hársnyrtiiðn

Viðkomandi þarf að hafa starfað við hársnyrtingu á síðastliðnum fimm árum.

 • Hafa lokið kennsluréttindanámi.
 • Hafa framhaldskólaréttindi.
 • Hafa brennandi áhuga á faginu og ungu kynslóðinni.

Upplýsingar um starfið veitir Guðrún Randalín Lárusdóttir aðstoðarskólameistari í  síma 692 1907 eða í tölvupósti: [email protected]

Kennari í ljósmyndun

 • Þekking á a.m.k. einu af eftirfarandi:
  – Stafrænni myndvinnslu.
  – Svart/hvítri filmuvinnslu.
  – Ljós- og linsufræði.

Kennari á tölvubraut

 • Nauðsynlegt að hafa haldgóða þekkingu á C/C++, PowerShell og Cisco IOS.
 • Æskilegt að umsækjendur hafi kennsluréttindi hjá Cisco Networking Academy.
 • Æskilegt að umsækjendur hafi þekkingu á Windows og Linux kerfisstjórnun og Cisco netstjórnun.

 

Upplýsingar um störfin veitir Kristín Þóra Kristjánsdóttir skólastjóri Upplýsingatækniskólans í síma 861 1968 eða í tölvupósti: [email protected]

 

Kennari í veggfóðrun– og dúkalögn

 • Æskilegt er að viðkomandi sé með meistararéttindi í veggfóðrun- og dúkalögn og víðtæka reynslu í faginu.

Kennari í trésmíði

 • Æskilegt að viðkomandi sé með meistararéttindi, bæði í húsa– og húsgagnasmíði, hafi víðtæka þekkingu og reynslu í faginu.
 • Það er kostur ef viðkomandi er með framhaldsmenntun í faginu.
 • Þá er einnig óskað eftir iðnfræðingi, byggingafræðingi, tæknifræðingi eða verkfræðingi sem gæti kennt fagteikningu og fagbóklegar greinar.

Kennari í tækniteiknun

 • Æskilegt er að viðkomandi hafi menntun á sviði byggingafræði, tæknifræði, arkitektúr eða verkfræði.
 • Viðtæk reynsla og þekking á notkun tölvuforrita eins og Revit og Autocad.
 • Viðfangsefni námsins eru allar helstu fagteikningar á mannvirkjasviði.

 

Upplýsingar um störfin veitir Gunnar Kjartansson skólastjóri Byggingatækniskólans í síma 662 3242 eða í tölvupósti: [email protected]

 

Kennari í rafiðngreinum

 • Æskilegt að viðkomandi hafi meistararéttindi í rafiðngrein og víðtæka reynslu af störfum í rafiðnaði.
 • Það er kostur ef viðkomandi er með framhaldsmenntun í faginu.

 

Upplýsingar um starfið veitir Valdemar Gísli Valdemarsson skólastjóri Raftækniskólans í síma 896 6110 eða tölvupósti [email protected]

 

Kennari í málmsmíði

 • Æskilegt að umsækjandi sé með meistararéttindi í stálsmíði.
 • Reynsla af kennslu í stálsmíði er kostur.

Kennari í skipstjórnar- og fjarskiptagreinum

 • Farmannapróf (skipstjórnarpróf D stigs).
 • Ótakmarkað skírteini fjarskiptamanns (GMDSS-GOC).

 

Upplýsingar um starfið veitir Vilbergur Magni Óskarsson skólastjóri Véltækniskólans og Skipstjórnarskólans í síma 665 1120 eða í tölvupósti: [email protected]

 

Afleysingakennari í stærðfræði

 • Kennsla í efri áföngum.
 • Um er að ræða hálft starfshlutfall í afleysingu, einn vetur.

Afleysingakennari í íslensku sem annað tungumál

 • Um er að ræða hálft starfshlutfall í afleysingu, einn vetur.

 

Upplýsingar um störfin veitir Kolbrún Kolbeinsdóttir skólastjóri Tæknimenntaskólans í síma 891 9230 eða í tölvupósti: [email protected]

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

 • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!