fbpx
Menu

Laus störf

Starfaðu með okkur og breyttu heiminum!

Tækniskólinn er líflegur vinnustaður með frábærum starfsmönnum og nemendum. Hér er góður starfsandi og starfsánægja mælist há. Heildarfjöldi starfsfólks við skólann er um 250 sem mynda samfélag m.a. kennara, stjórnenda, skólaliða, námsráðgjafa, sérfræðinga og meistara (iðnmeistara).

Nú eru tvær stöður við skólann lausar til umsóknar og má finna nánari upplýsingar um störfin hér neðar á síðunni.

 

 

 

 

 

Vilt þú leggja grunninn og byggja upp með okkur?

Tækniskólinn er að hefja nýtt og spennandi nám í því sem fengið hefur nafnið jarðvirkjun þar sem blandast saman nútíma tækni og tækjabúnaður ásamt handverki.

Í náminu læra nemendur skipulagningu verka ásamt hvers konar jarðmótun með mismunandi tækjum og vinnuvélum. Í náminu er áhersla lögð á að kenna fagleg vinnubrögð sem stuðla að öryggi, gæðum og skilvirkni verka. Nemendur útskrifast meðal annars með réttindi til að stjórna vinnuvélum og verða hæfir til að takast á við krefjandi verkefni hjá jarðvinnuverktökum um land allt.

Við leitum af einstaklingi með reynslu úr atvinnulífinu í jarðvinnuframkvæmdum sem hefur brennandi áhuga á faginu og að miðla reynslu sinni.

 

Helstu verkefni:

 • Umsjón með svæði til verklegra æfinga
 • Umsjón verklegra æfinga á vinnuvélar
 • Aðstoð við skipulagningu og þróun námsins
 • Gerð námsefnis í faginu

Viðmið um hæfni:

 • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
 • Fjölbreytt starfsreynsla í jarðvinnu og notkun vinnuvéla
 • Hafa réttindi á vinnuvélar og stærri ökutæki
 • Áhugi á að miðla upplýsingum
 • Geti unnið sjálfstætt og í teymi
 • Skipulagshæfileikar og frumkvæði
 • Með öryggismálin á hreinu
 • Gott tengslanet
 • Reynsla af verkefnastjórn kostur

Nánari upplýsingar veitir Rafn Magnús Jónsson verkefnastjóri í tölvupósti og í síma 617 4801.

Umsóknarfrestur er til 10. mars 2021.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

 • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!