Menu

Laus störf

Starfaðu með okkur og breyttu heiminum!

Tækniskólinn er líflegur vinnustaður sem einkennist af uppátækjasömu starfsfólki og skemmtilegum nemendum. Heildarfjöldi starfsfólks við skólann er u.þ.b. 300 einstaklingar og mynda þeir samfélag kennara, stjórnenda, skólaliða, sérfræðinga og meistara (iðnmeistara).

Kennari í ljósmyndun

Tækniskólinn leitar að kennara í ljósmyndun.

Umsækjandi þarf að geta kennt eftirfarandi greinar: ljós- og linsufræði, svart/hvíta filmuvinnu í myrkraherbergi og ljósmyndasögu. Mögulegt er fyrir umsækjanda að geta kennt eitt eða fleiri fög af ofantöldum greinum.

Menntun:  Ljósmyndari. Kennslu­rétt­indi á fram­halds­skóla­stigi í viðkom­andi kennslu­grein, sbr. lög nr. 87/2008.

Upp­lýs­ingar gefur Kristín Þóra skóla­stjóri Upplýsingatækniskólans í ktk@tskoli.is Umsóknarfrestur er til 2. júlí nk. Senda skal umsókn og ferilskrá til Guðrúnar Randalín aðstoðarskólameistara Tækniskólans á grl@tskoli.is 

Ekki er um sér­stök umsókn­areyðublöð að ræða. Allar umsóknir eru meðhöndlaðar sem trúnarðarmál og öllum umsækj­endum verður svarað.

Verkefnastjóri í vefþróun

Tækniskólinn leitar að verkefnastjóra í vefþróun

Við leitum að aðila sem hefur góða þekk­ingu og brenn­andi áhuga á vefþróun. Viðkom­andi mun vera hluti af teymi sem vinnur að því að þróa framúrsk­ar­andi nám í vefþróun á Íslandi. Frá­bært tæki­færi til þess að deila reynslu og þekk­ingu með áhuga­sömum nem­endum í skemmti­legu og skap­andi vinnu­um­hverfi.

Starfssvið

  • Kennsla í HTML og CSS
  • Utanumhald um sjálfstæð verkefni og lokaverkefni Vefskólans
  • Skipulag á kennslu í samstarfi við Tækniskólann
  • Skipulagning á námsefni, yfirferð á verkefnum og aðstoð við nemendur

Hér má lesa nánar um starfið og hæfniskröfur

Umsóknarfrestur er til 5. júlí nk. Senda skal umsókn og ferilskrá til Ragnhildar Guðjónsdóttur skólastjóra Vefskólans á rag@tskoli.is

Upp­lýs­ingar um starfið veitir Jónatan Arnar Örlygsson verk­efna­stjóri hjá Vef­skól­anum í síma 820 3236

Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!