fbpx
Menu

Laus störf

Starfaðu með okkur og breyttu heiminum!
Tækniskólinn er líflegur vinnustaður sem einkennist af uppátækjasömu starfsfólki og skemmtilegum nemendum. Heildarfjöldi starfsfólks við skólann er u.þ.b. 250 og mynda þeir samfélag kennara, stjórnenda, skólaliða, sérfræðinga og meistara (iðnmeistara).

Kennari í raftækniskólanum

Laus er staða kennara í raftækniskólanum.

Um er að ræða kennsla við hefðbundnar rafvirkjagreinar eins og raflagnir, stýritækni, mótorfræði en einnig kennsla í rafmagnsfræði.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf 15. ágúst.

Hæfnikröfur: Umsækjandi þarf að hafa lokið sveinsprófi í rafvirkjun og æskilegt að hafa tæknifræðimenntun á sterkstraumssviði.

Umsóknarfrestur er til 10. ágúst og umsóknir skal senda á Valdemar Gísli Valdemarsson, skólastjóri Raftækniskólans, [email protected] eða í síma 8966110.

 

 

Tækjavörður

Laus er staða tækjavarðar við Tækniskólann.

Tækjavörður starfar fyrst og fremst hjá Véltækniskólanum og hefur umsjón með, viðheldur og endurnýjar kennslubúnað skólans sem notaður er til kennslu í vélstjórnargreinum. Hann er einnig kennurum til aðstoðar varðandi gangsetningu og keyrslu véla, ásamt því að sinna öðrum viðhaldsstörfum hjá Tækniskólanum.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf í haust, helst í september. Til greina kemur hlutastarf.

Hæfniskröfur: Með menntun og góða reynslu í viðhaldi og umsjón vélbúnaðar og í málmsmíði, svo sem vélstjóri eða vélvirki.

Umsóknarfrestur er til 31. júlí og tekur Jón Hjalti Ásmundsson skólastjóri við umsóknum ([email protected]). Hann svarar einnig öllum fyrirspurnum og veitir upplýsingar um starfið.

Kennari í dönsku

Laus er 50% staða dönskukennara í afleysingu í dagskóla á K2 námsbraut og í  Tæknimenntaskóla

Um er að ræða afleysingu í hálfa stöðu á haustönn 2019 og þarf viðkomandi að geta hafið störf í ágúst næstkomandi.

Hæfnikröfur: Háskólamenntun í dönsku og kennsluréttindi á framhaldsskólastigi

Umsóknarfrestur er til 8. júlí og umsóknir skal senda á Kristínu Þóru Kristjánsdóttur.
Kristín svarar einnig öllum fyrirspurnum og veitir upplýsingar um starfið.

 

Kennari í spænsku

Laus er 50% staða spænskukennara í afleysingu í dagskóla á K2 námsbraut

Um er að ræða afleysingu í hálfa stöðu á haustönn 2019 og þarf viðkomandi að geta hafið störf í ágúst næstkomandi.

Hæfnikröfur: Háskólamenntun í spænsku og kennsluréttindi á framhaldsskólastigi

Umsóknarfrestur er til 8. júlí og umsóknir skal senda á Kristínu Þóru Kristjánsdóttur.
Kristín svarar einnig öllum fyrirspurnum og veitir upplýsingar um starfið.

 

Skólafulltrúi

Tækniskólinn óskar eftir skólafulltrúa.
Skólafulltrúi starfar á Upplýsingamiðstöð skólans og aðstoðar viðskiptavini skólaskrifstofu og bókasafna. Skólaskrifstofa Tækniskólans er á þremur stöðum, Skólavörðuholti,  bókasafni skólans á Háteigsvegi og bókasafni skólans í Hafnarfirði.

Hæfniskröfur:

 • Góð reynsla og færni í störfum tengdum almennri skrifstofuþjónustu eða störfum á bókasöfnum.
 • Skipulags- og samskiptahæfni, rík þjónustulund og jákvæð framkoma.
 • Góð almenn tölvukunnátta.
 • Drifkraftur, sveigjanleiki og frumkvæði til að leysa þau verkefni sem undir starfið falla.

Um starfið:

 • Skólafulltrúi sér til þess að þjónusta skrifstofu sé veitt í samræmi við gæðastaðla og markmið Tækniskólans.
 • Hefur forgöngu um og sér um skipulag þjónustu við nemendur, kennara og starfsmenn.
 • Annast utanumhald gagna og tækja skrifstofu skólans í samræmi við gæðastaðla og markmið Tækniskólans.
 • Ber ábyrgð á og annast móttöku gagna, skjalavörslu og annað vegna umsókna um skólavist.
 • Ber ábyrgð á og annast þjónustu við utanaðkomandi viðskiptavini.
 • Skólafulltrúi annast afgreiðslu á bókasöfnum skólans eftir því sem við á.

Umsókarfrestur er til 30. júní.

Umsóknir skal senda í tölvupósti  til Ingibjargar Rögnvaldsdóttur deildarstjóra Upplýsingamiðstöðvar.
Ingibjörg svarar einnig öllum fyrirspurnum og veitir upplýsingar um starfið.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

 • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!