Menu

Starfsumsókn

Laus störf

Starfaðu með okkur og breyttu heiminum!
Nú auglýsir skólinn stöðu skólastjóra lausa til umsóknar og hér á síðunni eru nánari upplýsingar.

Skólinn er líflegur vinnustaður og býður fjölbreytt nám með skemmtilegum nemendum.

Staða skólastjóra Upplýsingatækniskóla Tækniskólans, skóla atvinnulífsins

 

Ágæti umsækjandi

Takk fyrir þann áhuga sem þú sýnir Tækniskólanum, skóla atvinnulífsins. Upplýsingar um skólann, sögu hans og hlutverk er að finna hér á nýjum vef skólans. Við hvetjum þig til að skoða vefinn  vel og leita þar upplýsinga sem svara einhverjum af þeim spurningum sem þú hefur um skólann og skólastarfið.

Aðstoðarskólameistari Guðrún Randalín Lárusdóttir mun svara frekari fyrirspurnum í síma 692-1907 eða í tölvupósti grl@tskoli.is.

Ef þú ert að hugsa um að sækja um starfið þá eru hér atriði sem við höfum áhuga á að vita um þig og viljum að komi fram í umsókninni:

Við biðjum þig að skrifa stutt kynningarbréf þar sem meðal annars eftirfarandi kemur fram:

 • Af hverju ert þú að þínum dómi góður kostur sem næsti skólastjóri Upplýsingatækniskóla Tækniskólans?
 • Hverjir eru þínir helstu styrkleikar annars vegar og veikleikar hinsvegar?
 • Hver yrðu helstu áhersluatriði þín varðandi skipulag og þróun námsgreina skólans í náinni framtíð?

Með umsókninni þurfa eftirfarandi gögn að fylgja:

Ferilskrá:

 • Nafn – kennitala og persónulegir hagir.
 • Upplýsingar um menntun formlega og óformlega sem að gagni gæti komið.
 • Starfsreynsla bæði úr skólakerfinu og úr atvinnulífinu.
 • Upplýsingar um stjórnunarreynslu.
 • Upplýsingar um meðmælendur.

Við erum að leita að einstakling sem hefur m.a.:

 • Réttindi til að kenna á framhaldsskólastigi.
 • Menntun í iðn- eða tæknigrein sem kennd er í skólanum æskileg.
 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi æskileg.
 • Reynslu úr skólakerfinu.
 • Reynslu úr atvinnulífinu.
 • Hæfileika til að tjá sig í ræðu og riti.

Úrvinnsla umsókna:

 • Viðtöl fara fram um miðjan maí.
 • Ekki er ætlast til að send séu staðfest skírteini um menntun. Kallað verður eftir slíkum upplýsingum frá þeim sem valdir verða til viðtals.
 • Umsókn ásamt fylgiskjölum skal senda til Jóns B. Stefánssonar (jbs@tskoli.is) í síðasta lagi, sunnudaginn 13. maí l 2018.
 • Öllum umsóknum verður svarað og er fullum trúnaði heitið.

Þökkum áhugann og gangi þér vel!