fbpx
en
Menu
en

Mötuneytið á Háteigsvegi.

Mötu­neyti Tækni­skólans er í þremur skóla­húsum: á Skólavörðuholti, á Háteigs­vegi og í Hafnarfirði.

Tækni­skólinn er heilsueflandi framhaldsskóli.

Mötu­neytið býður upp á heitan mat í hádeginu og þar er einnig hægt að kaupa, sal­at­bakka, sam­lokur, mjólk­ur­vörur og fleira.

Í boði er hollur og heim­il­is­legur matur í sam­ræmi við heilsu­stefnu skólans.

Rekstraraðili mötu­neyt­anna er Smjatt­patti ehf. með þjón­ustu­samning við skólann.

Matseðill vikunnar

 

Verð

Stök máltíð fyrir nem­endur kostar 1.400 kr. en 10 miða klippi­kort kostar 12.000 kr.

 

Opnunartími mötuneyta

Mötu­neytið er opið mánu­daga til fimmtu­daga kl. 08:00–15:15 og föstu­daga kl. 08:00–14:30.

Heitur matur er afgreiddur frá kl. 11:30 til 13:00.

Hægt er að fá frían hafragraut í mötuneytinu alla virka daga í boði Tækniskólans.

 

Símanúmer í mötuneytum

Skólavörðuholt: 514 9640

Háteigs­vegur: 514 9641

Hafn­ar­fjörður: 514 9705

 

Rekstraraðili mötuneyta

Smjatt­patti ehf. er mat­væla­fyr­ir­tæki í mötu­neyt­is­rekstri, sem sér um mötu­neyti Tækni­skólans (Skólavörðuholt, Háteigs­vegur, Hafn­ar­fjörður). Heimir Magni Hann­esson matreiðslu­meistari og Ingunn Björns­dóttir mat­ar­tæknir eiga Smjatt­patta. Sam­an­lagt eru þau með um 40 ára starfs­reynslu í mat­væla­geir­anum og rekstri á mötu­neytum. Meg­in­markmið í matreiðslunni er að vinna úr úrvals­hrá­efnum frá grunni og með mann­eld­is­markmið til hliðsjónar.

 

Símanúmer og netföng

Heimir: 822 8577 og kokkur77(hja)gmail.com

Ingunn: 895 1605 og Ingunnbj74(hja)gmail.com