Tækniskólinn hefur útskrifað nemendur í flugvirkjun sem starfa m.a. hjá Icelandair, Landhelgisgæslunni og Air Atlanta. Atvinnumöguleikar í stéttinni eru víða um land og líka erlendis, mikil endurmenntun er í stéttinni og alltaf eitthvað nýtt að tileinka sér.
Námið er allt kennt hér á landi í bekkjakerfi og skipt upp í þrjá hluta; bóklegt, verklegt og vinnustaðanám. Að loknu skólanámi tekur svo við starfsþjálfun á launum.
Fullbúin aðstaða er til verk- og bóklegrar kennslu í Reykjavík en einnig fer hluti námsins fram á Flugsafni Akureyrar og hjá viðhaldsfyrirtækjum.
Aðeins eru teknir inn 28 nemendur á ári í flugvirkjun.
Öll kennsla fer fram á ensku.
Námið er fullt B1.1 réttindanám (2400 klst.) til sveinsprófs flugvirkja, með áritun til viðhalds á flugvélum útbúnum túrbínum.
Sótt er um námið á rafrænt og aðeins er tekinn inn einn hópur á ári. Að loknu náminu tekur við starfsnám sem er ekki hluti af þessu námi en veitir nemanda heimild til að komast í slíkt starfsnám hjá samþykktum og viðurkenndum Part 145 viðhaldsaðila sem flugvirkjanemi.
Lágmarksaldur er 18 ára.
Umsækjandi þarf að hafa lokið að lágmarki 60 einingum í framhaldsskóla, þar af eftirtöldum námsgreinum með lágmarkseinkunina 7:
Krafa er um hreint sakavottorð.
Námið er fullt B1.1 réttindanám (2400 klst.) til sveinsprófs flugvirkja, með áritun til viðhalds á flugvélum útbúnum túrbínum (í samræmi við kröfur EASA Part-66).
Sótt er um námið rafrænt gegnum Innu. Sækja um hnappur birtist hér á síðunni þegar innritun opnar.
Úrvinnsla umsókna fer fram eftir að umsóknarfresti lýkur og eru þeir innritaðir sem uppfylla inntökuskilyrði og greiða staðfestingargjaldið.
Aðeins er tekinn inn einn hópur á ári.
Námið er fullt 2400 klukkustunda nám. Kennt er alla virka daga kl. 08:00–17:00 í staðbundnu námi og er það skipulagt sem þrír fasar:
Að loknu náminu tekur við starfsnám sem er ekki hluti af þessu námi. Ofangreint nám veitir nemanda heimild til að komast í slíkt starfsnám hjá samþykktum og viðurkenndum Part 145 viðhaldsaðila sem flugvirkjanemi. Nemendur fá aðstoð við að komast í slíkt starfsnám.
Öll kennsla fer fram á Íslandi en á ensku. Fullbúin aðstaða er til verk- og bóklegrar kennslu í Reykjavík. Þá fer hluti námsins fram á Flugsafni Akureyrar og hjá viðhaldsfyrirtækjum.
Verð fyrir námið er kr 4.950.000.-. Innifalið í námsgjöldum er öll kennsla, efni og kennslugögn.
Nám þetta er alfarið fjármagnað af námsgjöldum og er skilvís greiðsla þessara gjalda forsenda þess að nemandi geti haldið áfram námi og útskrifast. Námið er lánshæft hjá Menntasjóðnum samkvæmt þeirra úthlutunarreglum.
Umsóknir fara fram hér á vefnum. Sækja um nám hnappur birtist þegar innritun opnar.
Aðeins er tekinn inn einn hópur á ári. Ýmist á vorönn eða haustönn.
Já, Menntasjóður námsmanna lánar fyrir þessu námi og veitir nánari upplýsingar.
Allt námið er kennt hérlendis og fer kennsla fram á ensku.
Fullbúin aðstaða til verklegrar og bóklegrar kennslu er í Árleyni í Grafarvogi í Reykjavík og fer stærstur hluti námsins fram þar.
Einnig fer hluti námsins fram á Flugsafni Akureyrar og hjá viðhaldsfyrirtækjum. Athuga að nemendur þurfa sjálfir að sjá sér fyrir gistingu, ferðum fram og til baka og uppihaldi á þessum stöðum, s.s. á Akureyri.
Til þess að auðvelda byrjunina í náminu er boðið upp á námskeið fyrir þá sem þurfa upprifjun og þjálfun í ensku, eðlisfræði og stærðfræði. Námskeiðin eru kennd í staðnámi.
Námskeið þessi eru haldin seinnipartinn í ágúst og eru í umsjón Endurmenntunarskóla Tækniskólans. Hægt að skrá sig á þau á umsóknarvefnum, umsokn.inna.is, þegar þau eru í boði.
Íslenskar verslanir:
Erlendar verslanir:
Flugvirkjafélag Íslands, stofnað 1947 -Union of Icelandic Aircraft Maintenance Technicians
Tilgangur félagsins er að vernda hagsmuni íslenskra flugvirkja, að efla góða samvinnu þeirra og vinna að bættum kjörum þeirra, réttindum og vinnuskilyrðum, að stuðla að ráðningu atvinnulausra félaga, að stuðla að framförum í flugvirkjun og tryggja að flugvirkjar kunni sem best sitt starf og hafi sem víðtækasta þekkingu á öllu sem að flugvirkjun lýtur. Vefsíðu félagsins má skoða hér
Regluverk og framfylgjendur:
USA:
Flugvirkjun – fræðsluefni:
Íslenskar viðhaldsstöðvar:
Notifications