fbpx
en
Menu
en

Innsýn í námið

Tækni­skólinn hefur útskrifað nem­endur í flug­virkjun sem starfa m.a. hjá Icelandair, Land­helg­is­gæsl­unni og Air Atlanta. Atvinnu­mögu­leikar í stétt­inni eru víða um land og líka erlendis, mikil end­ur­menntun er í stétt­inni og alltaf eitthvað nýtt að til­einka sér.

Námið er allt kennt hér á landi í bekkja­kerfi og skipt upp í þrjá hluta; bók­legt, verk­legt og vinnustaðanám. Að loknu skóla­námi tekur svo við starfsþjálfun á launum.

Full­búin aðstaða er til verk- og bók­legrar kennslu í Reykjavík en einnig fer hluti námsins fram á Flugsafni Akur­eyrar og hjá viðhalds­fyr­ir­tækjum.

Aðeins eru teknir inn 28 nem­endur á ári í flug­virkjun.

Öll kennsla fer fram á ensku.

International study programme – see english version.

Braut­ar­lýsing

FLV19 Flugvirkjun

Námið er fullt B1.1 réttindanám (2400 klst.) til sveins­prófs flugvirkja, með áritun til viðhalds á flugvélum útbúnum túrbínum.

Sótt er um námið á raf­rænt og aðeins er tekinn inn einn hópur á ári. Að loknu náminu tekur við starfsnám sem er ekki hluti af þessu námi en veitir nem­anda heimild til að komast í slíkt starfsnám hjá samþykktum og viðurkenndum Part 145 viðhaldsaðila sem flug­virkja­nemi.

Almennar upp­lýs­ingar

Inntökuskilyrði

Lágmarksaldur er 18 ára.

Umsækj­andi þarf að hafa lokið að lág­marki 60 ein­ingum í fram­halds­skóla, þar af eft­ir­töldum náms­greinum með lág­marks­eink­unina 7:​

  • ​10 einingum á 2 þrepi framhaldsskólastigs í stærðfræði ​
  •  5 einingum á 2 þrepi framhaldsskólastigs í eðlisfræði  ​
  • 10 einingum á 2 þrepi framhaldsskólastigs í ensku  ​

Krafa er um hreint saka­vottorð.

 

Að loknu námi

Námið er fullt B1.1 rétt­indanám (2400 klst.) til sveins­prófs flug­virkja, með áritun til viðhalds á flug­vélum útbúnum túr­bínum (í sam­ræmi við kröfur EASA Part-66).

Skipulag námsins

Sótt er um námið raf­rænt gegnum Innu. Sækja um hnappur birtist hér á síðunni þegar inn­ritun opnar.

Úrvinnsla umsókna fer fram eftir að umsókn­ar­fresti lýkur og eru þeir inn­ritaðir sem upp­fylla inn­töku­skilyrði og greiða staðfest­ing­ar­gjaldið.

Aðeins er tekinn inn einn hópur á ári.

Námið er fullt 2400 klukku­stunda nám. Kennt er alla virka daga kl. 08:00–17:00 í staðbundnu námi og er það skipu­lagt sem þrír fasar:

  • Fasi 1 – Reykjavík/Grafarvogur – Bóklegt nám með verklegri kynningu.
  • Fasi 2 – Reykjavík/Grafarvogur og Akureyri – Verklegt nám með bóklegu ívafi.
  • Fasi 3 – Viðhaldsstöðvar Mechanical Experience (MET) – Verklegt alls 280 vinnustundir

Að loknu náminu tekur við starfsnám sem er ekki hluti af þessu námi. Ofan­greint nám veitir nem­anda heimild til að komast í slíkt starfsnám hjá samþykktum og viðurkenndum Part 145 viðhaldsaðila sem flug­virkja­nemi. Nem­endur fá aðstoð við að komast í slíkt starfsnám.

Öll kennsla fer fram á Íslandi en á ensku. Full­búin aðstaða er til verk- og bók­legrar kennslu í Reykjavík. Þá fer hluti námsins fram á Flugsafni Akur­eyrar og hjá viðhalds­fyr­ir­tækjum.

Verð fyrir námið er kr 4.950.000.-. Innifalið í náms­gjöldum er öll kennsla, efni og kennslu­gögn.

Nám þetta er alfarið fjár­magnað af náms­gjöldum og er skilvís greiðsla þessara gjalda for­senda þess að nem­andi geti haldið áfram námi og útskrifast. Námið er láns­hæft hjá Menntasjóðnum sam­kvæmt þeirra úthlut­un­ar­reglum.

FAQ

Spurt og svarað

Hvernig og hvenær sæki ég um námið?

Umsóknir fara fram hér á vefnum. Sækja um nám hnappur birtist þegar inn­ritun opnar.

Hvenær hefst námið?

Aðeins er tekinn inn einn hópur á ári. Ýmist á vorönn eða haustönn.

Er námið lánshæft hjá LÍN?

Já, Menntasjóður námsmanna lánar fyrir þessu námi og veitir nánari upp­lýs­ingar.

Hvar fer námið fram?

Allt námið er kennt hér­lendis og fer kennsla fram á ensku.

Full­búin aðstaða til verk­legrar og bók­legrar kennslu er í Árleyni í Grafar­vogi í Reykjavík og fer stærstur hluti námsins fram þar.

Einnig fer hluti námsins fram á Flugsafni Akur­eyrar og hjá viðhalds­fyr­ir­tækjum. Athuga að nem­endur þurfa sjálfir að sjá sér fyrir gist­ingu, ferðum fram og til baka og uppi­haldi á þessum stöðum, s.s. á Akur­eyri.

Hvernig get ég undirbúið mig fyrir námið?

Til þess að auðvelda byrj­unina í náminu er boðið upp á nám­skeið fyrir þá sem þurfa upp­rifjun og þjálfun í ensku, eðlisfræði og stærðfræði. Nám­skeiðin eru kennd í staðnámi.

Nám­skeið þessi eru haldin seinnipartinn í ágúst og eru í umsjón End­ur­mennt­un­ar­skóla Tækni­skólans. Hægt að skrá sig á þau á umsókn­ar­vefnum, umsokn.inna.is, þegar þau eru í boði.

Hvar fást verkfæri fyrir flugvirkja?

Íslenskar versl­anir:

Erlendar versl­anir:

Áhugaverðir tenglar á efni fyrir flugvirkja

Flug­virkja­félag Íslands, stofnað 1947 -Union of Icelandic Aircraft Main­ten­ance Technicians

Til­gangur félagsins er að vernda hags­muni íslenskra flug­virkja, að efla góða sam­vinnu þeirra og vinna að bættum kjörum þeirra, rétt­indum og vinnu­skilyrðum, að stuðla að ráðningu atvinnu­lausra félaga, að stuðla að fram­förum í flug­virkjun og tryggja að flug­virkjar kunni sem best sitt starf og hafi sem víðtæk­asta þekk­ingu á öllu sem að flug­virkjun lýtur. Vefsíðu félagsins má skoða hér

Reglu­verk og fram­fylgj­endur:

USA:

Flug­virkjun –  fræðslu­efni:

Íslenskar viðhaldsstöðvar:

Spurn­ingar

Spurningum verður svarað eins fljótt og auðið er

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!