Menu

Innsýn í námið

Verkefnastýrt og þú ræður tímanum

Námið er mjög verk­efnamiðað og í verk­legum áföngum er notast við kennslu­búnað skólans. Því er mik­il­vægt að nem­endur komi í skólann til að vinna verk­efni sín, annaðhvort á skipulögðum tíma eða sam­kvæmt sam­komu­lagi við kennara.

Þegar nem­andi nær að klára áfanga getur hann sótt um að taka næsta áfanga á eftir þó önnin sé ekki liðin og unnið þannig upp tíma.

Allt nám fer í gegn um náms­kerfi Innu.

Ekki er mæt­ing­ar­skylda. Verkleg verk­efni eru á staðnum en bókleg verk­efni krefjast síður viðveru. Kenn­arar eru á staðnum á kvöldin sam­kvæmt töflu nema annað sé ákveðið í samráði við nem­endur.

Almennar upp­lýs­ingar

Inntökuskilyrði

Fyrir grunnnám rafiðna þarf að hafa lokið grunn­skóla með lág­marks­ein­kunn B í íslensku, ensku og stærðfræði.

Fyrir raf­virkjun og raf­einda­virkjun þarf að hafa lokið grunn­námi rafiðna.

 

Námið og möguleikar

Þú getur náð þér í menntun í grunn­námi rafiðna, raf­virkjun og raf­veitu­virkjun.

Markmiðið með náminu er að auðvelda fólki í atvinnu­lífinu að öðlast rétt­indi.

Eftir útskrift getur þú tekið sveins­próf í þeirri grein sem þú klárar.

 

Skipulag náms

Nemendur fá  stundatöflu í Innu

Nem­endur sjá í Innu í stunda­töfl­unni sinni hvar og hvenær þeir eiga að mæta.

Námið er mjög verk­efnamiðað og í verk­legum áföngum er notast við kennslu­búnað skólans. Því er mik­il­vægt að nem­endur komi í skólann til að vinna verk­efni sín, annaðhvort á skipulögðum tíma eða sam­kvæmt sam­komu­lagi við kennara.

Áfangar fá ný áfanga­heiti frá og með haustönn 2017.

Hér er skjal sem sýnir nýju áfangaheitin og samsvarandi gömul heiti.

 

 

Allt nám fer í gegn um námskerfi Innu.

Ekki er mæt­ing­ar­skylda. Áhersla er þó lögð á að nem­endur mæti í verkleg verk­efni því búnaður er allur á staðnum en bókleg verk­efni krefjast síður viðveru.
Kenn­arar eru á staðnum á kvöldin sam­kvæmt töflu nema annað sé ákveðið í samráði við nem­endur.

 

FAQ

Spurt og svarað

Hvernig kemst ég á samning?

Vefsíða Rafmennt, fræðslusetur rafiðnaðarins er með upp­lýs­ingar um náms­samn­inga og sveins­próf. Hér er síða um námssamninga. 

IÐAN fræðslu­setur er með vefsíðu um málefnið námssamningar/vinnustaðanám –  þar sem nem­endur og fyr­ir­tæki geta miðlað upp­lýs­ingum sín á milli.

Hvað kostar námið?

Sjá upp­lýs­ingar um skóla­gjöld í gjaldskrá Tækni­skólans.

Spurn­ingar

Spurningum verður svarað eins fljótt og auðið er

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!