fbpx
Menu

Hafnsögumenn og dráttarbátaskipstjórar

Nám­skeið fyrir leiðsögu­menn og hafn­sögu­menn til þess að öðlast skír­teini leiðsögu- eða hafn­sögu­manns skipa sbr. 13. gr laga nr. 41/​2003.

Nám­skeiðið nýtist, að hluta eða í heild, til reglu­legrar end­ur­mennt­unar leiðsögu- og hafn­sögu­manna. Markmið nám­skeiðsins er einnig að þjálfa skip­stjóra drátt­ar­báta í höfnum.

 

Hafnsögumenn og dráttarbátaskipstjórar

Dagsetning

03. mars 2025 - 07. mars 2025

Fyrirspurnir

endurmenntun@tskoli.is

Nám­skeiðslýsing

Nám­skeið fyrir leiðsögu­menn og hafn­sögu­menn til þess að öðlast skír­teini leiðsögu- eða hafn­sögu­manns skipa sbr. 13. gr laga nr. 41/​2003.

Nám­skeiðið nýtist, að hluta eða í heild, til reglu­legrar end­ur­mennt­unar leiðsögu- og hafn­sögu­manna. Markmið nám­skeiðsins er einnig að þjálfa skip­stjóra drátt­ar­báta í höfnum.

  • Leiðbeinandi

    Björn Kay

  • Hámarksfjöldi

    9

  • Forkröfur

    Umsækj­andi þarf að hafa náð 24 ára aldri og vera hand­hafi skír­teinis C-rétt­inda skip­stjórnar (2. stig skip­stjórnar skv. eldra kerfi). Þátt­tak­anda ber að fram­vísa viðeig­andi gögnum (séu þau ekki til hjá skól­anum) með umsókn sinni sem duga til að sýna fram á að ofan­greind skilyrði séu upp­fyllt.

  • Fréttabréf

    Skráðu þig á póstlista End­ur­mennt­un­ar­skólans.

Nánari upp­lýs­ingar

Verkleg staðlota.

Björn Kay er kennari við SIMAC, sem er Svend­borg Internati­onal Maritime Aca­demy, í Svend­borg í Dan­mörku. Þar sem hann m.a. sér um nám­skeið sam­bærileg þessu. Hann hefur margra ára reynslu sem kennari og sem hafn­sögumaður í Þýskalandi.

Námskeiðsgjald:

Nám­skeið End­ur­mennt­un­ar­skólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stétt­ar­fé­laga.

Gjald­fært er af greiðslu­kortum viku áður en nám­skeið hefst.

Nám­skeiðsgjöld eru óaft­ur­kræf nema for­föll séu til­kynnt með a.m.k. þriggja sóla­hringa fyr­ir­vara (virkir dagar) á endurmenntun@tskoli.is

Skrán­ing­ar­gjald fæst ekki end­ur­greitt.

Gjaldskrá Endurmenntunarskólans

Spurn­ingar

Spurningum verður svarað eins fljótt og auðið er

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.