Þátttakendur læra undirstöðuatriði við val á festingum fyrir stein-, tré- og gifsveggi.
Þátttakendur læra að velja skrúfur eftir eðli verkefna, að skipta um skrá og læsingu í hurð, bora fyrir og velja tappa og skrúfur. Einnig að festa láréttan lista á steinsteyptan flöt, skera parketlista í 45° og festa á úthorn.
Tími:
26. febrúar | laugardagur | 09:00- 13:00 |
Alls 4 klukkutímar
Fjölnir Þrastarson er kennari í húsasmíði hjá Byggingatækniskóla Tækniskólans.
Námskeiðsgjald: 23.000 kr.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.
Efni: Allt efni innifalið í námskeiðsgjaldi.
Gjaldfært er af greiðslukortum viku áður en námskeið hefst.
Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólahringa fyrirvara (virkir dagar) á [email protected]skoli.is
Skráningargjald er ekki endurgreitt:
Gjaldskrá Endurmenntunarskólans
Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 80% mætingu.