Menu

Hásetafræðsla

Athugið! Ef þú skráir þig ertu komin á lista og verður látin(n) vita þegar næst í hóp.
Tímasetning hefur EKKI verið ákveðin.

Markmið með nám­skeiðinu er að nem­endur öðlist færni og þjálfun til að upp­fylla sett lág­marks­skilyrði til útgáfu skír­teinis til varðstöðu í brú á stoðsviði, sbr. staðall STCW-A, II/​4.

Hásetafræðsla

Nám­skeiðslýsing

Efnisþættir: Átta­vitinn, stýris­skip­anir, sjálf­stýring/​hand­stýring, sigl­ing­a­reglur, neyðarmerki, sjó­merki, viðvör­un­ar­kerfi og neyðarbaujur, vakt­reglur og vakta­skipti, grund­vall­ar­atriði rat­sjár og dýpt­ar­mælis.
Að hluta kennt í sam­líkjum.

Að námskeiði loknu þurfa þátttakendur að sækja um atvinnuskírteini hjá Samgöngustofu, Ármúla 2, 108 Reykjavík.

Upplýsingar um útgáfu skírteinisins og hvaða gögn þurfa að fylgja eru hér.

  • Leiðbeinandi
  • Hámarksfjöldi

    12

  • Forkröfur

    Æskilegt er að umsækj­endur hafi verið á sjó í ein­hvern tíma til að nám­skeiðið nýtist þeim. Þátt­tak­endur mega ekki vera yngri en 16 ára.

  • Fréttabréf

    Skráðu þig á póstlista End­ur­mennt­un­ar­skólans.

Nánari upp­lýs­ingar

Alls 18 klst.

Námskeiðsgjald:
Nám­skeið End­ur­mennt­un­ar­skólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stétt­ar­fé­laga.

Gjald­fært er af greiðslu­kortum viku áður en nám­skeið hefst.

Nám­skeiðsgjöld eru óaft­ur­kræf nema for­föll séu til­kynnt með a.m.k. þriggja sóla­hringa fyr­ir­vara (virkir dagar) á endurmenntun@tskoli.is

Skrán­ing­ar­gjald er ekki end­ur­greitt:
Gjaldskrá Endurmenntunarskólans

Til að fá skír­teini að loknu nám­skeiði þurfa þátt­tak­endur að vera með lág­mark 100% mæt­ingu.

Spurn­ingar

Spurningum verður svarað eins fljótt og auðið er

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.