Ekki liggja fyrir dagsetningar fyrir vorönn 2021.
Hægt er að skrá sig með fyrirvara á biðlista á námskeiðið
Kennslan er kynning og sýnikennsla á þeim fjölmörgu efnum og aðferðum sem notuð eru til viðgerða á gömlum húsgögnum. Þátttakendur taki með sér minni hluti eins og stól, náttborð eða innskotsborð til að vinna með.
Fjallað er um orsakir og eðli skemmda á húsgögnum, hvernig er hægt að aldursgreina (lesa) húsgagn og finna út hvar það var smíðað og hvenær og hvort um sé að ræða sérsmíði eða verðmætan hlut. Einnig hvernig hægt er að kynna sér hvernig það var smíðað, með hvaða aðferð og hvernig efni voru notuð. Metið er með þátttakendum hvernig á að laga hlutinn, hversu mikið og hversu langt skal ganga með þá viðgerð. Fundið út hvaða viðgerðarefni er rétt að nota með hliðsjón af aldri húsgagnsins, hvað er öldrun í húsgagni og hvernig á að meðhöndla hana.
Smelltu hér til að skrá þig á póstlistann og fá reglulegar fréttir af námskeiðum okkar.
Vorönn 2021
Dagsetningar munu birtast hér um leið og þær liggja fyrir.
fimmtudagur | 18:00 – 22:00 | |
þriðjudagur | 18:00 – 22:00 | |
fimmtudagur | 18:00 – 22:00 | |
þriðjudagur | 18:00 – 22:00 | |
fimmtudagur | 18:00 – 22:00 |
Alls 20 klukkutímar
Hallgrímur G. Magnússon.
Hallgrímur er með meistararéttindi í húsgagnasmíði.
Námskeiðsgjald: 59.000kr.
Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara.
Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 80% mætingu
Ég sé enga galla á námskeiðinu, var bara mjög ánægð með allt saman.
Námskeiðið var gott í alla staði.
Mjög skemmtilegt og fróðlegt. Mjög ánægð með Hallgrím kennara.
Lærdómsríkt, góður og hjálpsamur kennari.
Ekki liggja fyrir dagsetningar fyrir vorönn 2021. Hægt er að skrá sig með fyrirvara á biðlista á námskeiðið. Kennd eru rétt vinnubrögð við trésmíðavélar og handverkfæri fyrir trésmíði, samsetningu, samlímingu, pússningu og lökkun. Námskeiðið er eingöngu ætlað konum.
Já ef þú lætur okkur vita með þriggja daga fyrirvara (virkir dagar) í tölvupósti á
[email protected] Annars býðst þér að fara endurgjaldslaust á næsta námskeið ef það er laust pláss.
Já skírteini verða send í pósti að loknu námskeiði.