Adobe Photoshop Lightroom Classic er eitt vinsælasta myndvinnsluforrit í heimi meðal atvinnuljósmyndara jafnt sem áhugafólks. Auk þess að bjóða upp á hratt og öflugt vinnuflæði ljósmynda sér forritið um alla umsýslu og skipulag myndasafns í innbyggðum gagnagrunni.
Allar myndir eru auðveldlega aðgengilegar og notkunarmöguleikar fjölmargir. Auk útprentunar í ljósmyndagæðum er t.d. hægt að klippa vídeó, búa til myndasýningar, myndabækur og vefsíður með myndum í forritinu eða senda myndir beint á vefsetur á borð við Flickr eða Facebook.
Forritið styður allar algengustu skjaltegundir ljósmynda svo sem jpg, psd og tif ásamt nánast öllum tegundum hráskjala (raw).
Öll vinnsla í forritinu er gerð á öruggan og afturkræfan hátt (non-destructive) og auðvelt er að gera mismunandi útfærslur af sömu ljósmyndinni.
Unnið er á Makkatölvur og eru þær á staðnum.
Meðal þess sem fjallað verður um er:
Inn- og útflutningur mynda úr forritinu (import/export) | Búa til metadata forstillingar |
Lykilorð | Skíra myndir nýjum nöfnum |
Flokkun mynda í „collection” og „smart collection” | Flokkun mynda m. fánum, síum, stjörnugjöf, litum o.fl. |
Smart preview | Histogram |
Tónlagfæringar, lagfæring á undir- eða yfirlýstum myndum | Litir lagfærðir miðað við ljósgjafa (White balance) |
Contrast & clarity, vibrance & saturation | HSL / Color / B&W |
Skerping | Noise lagfært |
Linsulagfæringar | Sýndareintök (Virtual copies) |
Lagfæra bletti og afmörkuð svæði | Staðbundnar lagfæringar með gradient og pensli |
Samtvinnun Lightroom og Photoshop | Vídeóklipping |
Map, Book, Slideshow, Print & Web Modules | Lightroom í iPad |
13. mars | miðvikudagur | 18:00 – 21:00 |
18. mars | mánudagur | 18:00 – 21:00 |
20. mars | miðvikudagur | 18:00 – 21:00 |
25. mars | miðvikudagur | 18:00 – 21:00 |
Alls 12 klukkutímar
Sigurður Stefán Jónsson ljósmyndari.
Sigurður er með meistararéttindi í ljósmyndun og kennir í ljósmyndadeild Upplýsingatækniskóla Tækniskólans.
Námskeiðsgjald: 35.000 kr.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.
Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara (virkir dagar) í síma 514 9602 eða á endurmenntun@tskoli.is.
Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 80% mætingu
Frábær kennari sem miðlaði efninu sérstaklega vel.
Góð yfirsýn yfir Lightroom forritið og möguleika þess.
Á námskeiðinu er kennt að nota helstu tól forritsins, lög (layers), valtól, maska, leiðir til að lagfæra og litaleiðrétta myndir ásamt fleiru. Farið verður í upplausn og vistun mynda fyrir vef og prentun.
Stafræn ljósmyndun og myndvinnsla. Þátttakendur fá þjálfun í kennslustundum og vinna heimaverkefni sem tengjast yfirferð.
Já ef þú lætur okkur vita með þriggja daga fyrirvara (virkir dagar) í tölvupósti á endurmennntun@tskoli.is.
Annars býðst þér að fara endurgjaldslaust á næsta námskeið ef það er laust pláss.
Það eru tölvur á staðnum fyrir nemendur að vinna í á námskeiðinu.