Námskeið fyrir þá sem hafa áhuga á að læra undirstöðuatriði í málmsuðu.
Námskeiðið hentar byrjendum og einnig þeim sem eitthvað kunna og langar að rifja upp eða læra meira. Kennd er suða á smíðastáli með pinnasuðu, mag-suðu, logsuðu og einnig er æfð silfurkveiking. Grundvallaratriði eru skýrð í fyrirlestri fyrsta kvöldið en tvö seinni kvöldin er verkleg þjálfun.
Athygli er vakin á því að aðilar með gangráð/bjargráð ættu ekki að sækja námskeiðið vegna rafsegulsviðs frá tækjum.
Smelltu hér til að skrá þig á póstlistann og fá reglulegar fréttir af námskeiðum okkar.
4. mars | mánudagur | 19:00 – 22:00 |
5. mars | þriðjudagur | 19:00 – 22:00 |
6. mars | miðvikudagur | 19:00 – 22:00 |
Alls 9 klukkutímar
Leiðbeinandi er Guðmundur Ragnarsson, Guðmundur er málmsuðukennari við Véltækniskóla Tækniskólans.
Námskeiðsgjald: 40.500kr.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.
Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara (virkir dagar) í síma 514 9602 eða á endurmenntun@tskoli.is
Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark
80% mætingu.
Stutt og hnitmiðað
Hæfileg skipting milli aðferða og nauðsynlegur grunnur í bóklegu
Stærsti kosturinn hvað námskeiðið kynnir manni á stuttum tíma helstu aðferðir í málmsuðu
Þrír dagar í röð er kostur
Já ef þú lætur okkur vita með þriggja daga fyrirvara áður en námskeið hefst (virkir dagar) í tölvupósti á endurmenntun@tskoli.is. Annars býðst þér að fara endurgjaldslaust á0n æsta námskeið ef það er laust pláss.