Menu

Skemmtibátanámskeið heildstætt

Athugið að umsókn er ekki gild nema henni fylgi korta­númer.

Greiðslu­kort eru gjaldfærð í janúar.

Heil­stætt und­ir­bún­ings­nám­skeið fyrir stjórnun skemmti­báts (˂24m) til strand­sigl­inga og bók­legt próf. Nám­skeiðið miðar að því að und­irbúa sem best þátt­tak­endur fyrir sjó­mennsku á skemmti­bátum. Uppistaðan í kennsl­unni er miðlun þekk­ingar, raunhæf æfinga­verk­efni og verkleg kennsla á tæki og búnað sem tengjast sigl­ingu báta á strandsvæðum.

Skemmtibátanámskeið

Námskeiðsgjald

147.000 kr.

Dagsetning

20. janúar 2025 - 06. maí 2025

Almennar upp­lýs­ingar

Upptaka af kynningarfundi sem haldinn var í Tækniskólanum um þær tvær leiðir sem við munum bjóða upp á til að undirbúa sig fyrir skemmtibátaprófið.

Námið fer fram að mestu í gegnum fjar­funda­búnað og kennsluvef en jafn­framt er boðið upp á verk­legar lotur og aðstoðartímar eru haldnir á staðnum. Námið er ígildi eins mánaðar fulls náms sem dreifist á þrjá mánuði og endar með 1,5 dags verk­legri lotu og 3 klst. bók­legu prófi á staðnum.

Hér má lesa nánari lýsingu á nám­skeiðinu.

  • Leiðbeinandi

    Sigríður Guðmunda Ólafs­dóttir og Björgvin H. Fjeld­sted

  • Hámarksfjöldi

    30

  • Forkröfur
  • Fréttabréf

    Skráðu þig á póstlista End­ur­mennt­un­ar­skólans.

Nánari upp­lýs­ingar

Nám­skeið: 20. janúar 2025

Verkleg lota: 25. – 26. apríl 2025

Próf: 6. maí 2025

Námskeiðsgjald: 147.000 kr.
Nám­skeið End­ur­mennt­un­ar­skólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stétt­ar­fé­laga.

Gjald­fært er af greiðslu­kortum rúmri viku áður en nám­skeið hefst.

Nám­skeiðsgjöld eru óaft­ur­kræf nema for­föll séu til­kynnt með a.m.k. þriggja sóla­hringa fyr­ir­vara  (virkir dagar) á endurmenntun@tskoli.is

Skrán­ing­ar­gjald er ekki end­ur­greitt:
Gjaldskrá Endurmenntunarskólans

Þátt­tak­endur þurfa að nota eft­ir­far­andi gögn á nám­skeiðinu:

  • Sjókort nr. 36
  • siglingarfræðigráðuhorn
  • hringfara (sirkil)
  • reglustiku (50 cm)
  • almenn ritföng (skrúfblýant 0,5 mm og gott strokleður)
  • glósubók
  • reiknivél.

Öll náms­gögn fást hjá IÐNÚ bóka­út­gáfu, Braut­ar­holti 8, 105 Reykjavík.

FAQ

Spurt og svarað

Þarf ég að mæta í einhverja tíma í skemmtibátanáminu?

Í heildstæða und­ir­bún­ings­nám­skeiðinu eru viku­legir fundir, upp­tökur af þeim eru settar inn á kennslu­vefinn Innu.

Í raf­ræna und­ir­bún­ings­nám­skeiðinu er boðið upp á fundi með kennara tvisvar á nám­skeiðinu.

Ég get ekki stundað námið fyrstu vikuna – er það í lagi?

Það er í lagi en samt sem áður þá verða þátt­tak­endur að fara yfir allt náms­efnið sem til­greint er í dag­skrá nám­skeiðsins.

Hvað þarf ég að verja miklum tíma í skemmtibátanámið?

Inni á kennslu­vefnum eru verk­efni sem þátt­tak­endur þurfa að vinna til að fá þjálfun. Það er mjög mis­mun­andi hvað þátt­tak­endur þurfa langan tíma í að læra en það er komið undir hverjum og einum en við miðum við að þátt­tak­endur komi vel þjálfaðir í loka­prófið. Það er nauðsyn­legt fyrir þátt­tak­endur að horfa á alla fyr­ir­lestra á nám­skeiðinu.
Heildstæða und­ir­bún­ings­nám­skeiðið er ígildi eins mánaðar fulls náms sem dreifist á þrjá mánuði og endar með 1,5 dags verk­legri lotu og 3 klst. bók­legu prófi á staðnum.

Getum við verið tvö saman með sama sjókortið á námskeiðinu?

Hver þátt­tak­andi þarf að vera með sitt sjó­kort á nám­skeiðinu. Í loka­prófinu tekur hver þátt­tak­andi próf í sínu sjó­korti. Sama á við um gráðuhornið

Hvað þarf ég að hafa með mér í lokaprófin í skemmtibátanáminu?

Það er nauðsyn­legt að hafa sjó­kort 36, gráðuhorn, reglu­stiku, hring­fara, reiknivél, skrif­færi og strokleður. Það er mjög gott að hafa með sér aukablý í skrúf­blý­antinn og hring­far­arann.

Hvaða gögn má hafa með sér í próf í skemmtibátanáminu?

Í sigl­ingafræði þurfa þátt­tak­endur að taka með áhöld fyrir korta­vinnu. Það eru engin gögn leyfileg í sigl­ing­a­reglum og stöðugleika.

Hvernig eru prófin í skemmtibátanáminu?

Prófið er þrjár klukku­stundir en það er próf í sigl­ingafræði, sigl­ing­a­reglum og kröfum náms­skrár.

Hvar get ég séð einkunnir hjá mér eftir námskeiðið?

Inni á kennslu­vefnum getur þú séð ein­kunnir undir verk­efni. Þar sérð ein­kunn úr hverjum hluta.

Ég er ekki vanur/vön að sigla – hvar get ég fengið verklega þjálfun?

Sumir fá verk­lega þjálfun hjá vinum og kunn­ingjum en margir fara á nám­skeið hjá sigl­inga­klúbbum og einkaaðilum víðs vegar um landið.

Ég bý úti á landi. Er möguleiki á að ég geti fengið að taka lokaprófið í skólanum í minni heimabyggð?

Já – það er hægt en það þarf að vera í samráði við kennara nám­skeiðsins.

Ég bý erlendis. Er möguleiki á að ég geti fengið að taka lokaprófið í sendiráðinu hérna?

Já – það er hægt en það þarf að vera í samráði við kennara nám­skeiðsins.

Ég hef ekki náð að stunda námið vegna mikillar vinnu, veikinda eða mikilla anna. Get ég fengið að taka lokaprófið með næsta námskeiði?

Hægt er að sækja um að taka sjúkra­próf. Greiða þarf fyrir það sam­kvæmt gjaldskrá Tækniskólans.

Þegar ég er búinn með bóklega hlutann í skemmtibátanáminu – hvað geri ég þá?

Þegar bók­lega hlut­anum í náminu er lokið þá þurfa þátt­tak­endur að taka verk­legt próf á vélbát eða á skútu en það fer eftir því á hvernig bátum þátt­tak­endur ætla að ná sér í rétt­indi á.

Inn á vef Samgöngustofu finnur þú lista yfir prófdómara verklegra prófa.

 

Hvað á ég að gera þegar ég er búinn að klára bóklega og verklega hlutann í skemmtibátaprófum?

Þú sækir um skemmti­báta­skír­teini hjá Sam­göngu­stofu en þú þarft að skila inn til þeirra eft­ir­far­andi gögnum: Bók­lega skír­teininu frá Tækni­skól­anum, vottorði próf­dómara um að þú hafir lokið verk­legu prófi á vélbát og eða á seglbát. Þú þarft einnig að skila inn lækn­is­vottorði og passamynd. Nánar upp­lýs­ingar um þetta má sjá á heimasíðu Sam­göngu­stofu (www.sam­gongu­stofa.is).

Hvar gilda skemmtibátaréttindin sem Samgöngustofa gefur út?

Rétt­indin á skemmti­báta gilda við Íslands­strendur og annars staðar í heim­inum eftir því sem skír­teinið heim­ilar og skv. reglum ein­stakra ríkja. Skír­teini til strand­sigl­inga er byggt að fyr­ir­mynd Sam­einuðu þjóðanna um ICC- skír­teini.

Hver er lágmarkseinkunn til að standast bókleg og verkleg próf?

Lág­marks­ein­kunn í bók­legu prófi er 7 í sigl­ing­a­reglum og sigl­ingafræði, 5 í öðrum bók­legum námsþáttum og skal meðalein­kunn ekki vera lægri en 6. Verk­legt próf er háð mati próf­dómara.

Get ég notað minn bát í verklegu prófi?

Það er heimilt ef bát­urinn er 7,00 metrar eða lengri að skrán­ing­ar­lengd.

Eru skírteinin bundin ákveðnu farsviði?

Skemmti­báta­skír­teini gilda við strand­sigl­ingar en strand­sigl­ingar eru skil­greindar sem svæði sem er fyrir innan 30 sjó­mílur frá landi.

Þarf einhver vélstjórnarskírteini á skemmtibáta?

Ekki þarf sér­stakt vél­stjórn­ar­skír­teini á skemmtibát með 750 kW (um 1.000 hp) vélarafl og minna.

Hver eru skilyrði skírteinisins?

Að hafa náð 16 ára aldri – hafa staðist bók­legt og verk­legt próf á skemmti­báta – vera íslenskur rík­is­borgari eða með heim­il­is­festi á Íslandi – einnig vottorð læknis (sjá heimasíðu Sam­göngu­stofu).

Athugið að ekki er gerð krafa um læknisvottorð frá sérstökum sjómannalækni þegar um er að ræða læknisvottorð fyrir skemmtibátaréttindi.

Ég er ekki búinn að ná 16 ára aldri – get ég samt komið á bóklega námskeiði?

Þú getur það en þú getur ekki sótt um skír­teini hjá Sam­göngu­stofu fyrr en þú ert orðinn 16 ára.

Hvaða bátar teljast skemmtibátar?

Með skemmti­bátum er í lögum nr. 30/​2007 átt við þau skip sem skrá­sett eru sem skemmti­skip sam­kvæmt lögum um skrán­ingu skipa, nr. 115/​1985, en bátar 6 metrar og lengri eru skrán­ing­ar­skyldir. Skemmti­báta­rétt­indin veita rétt­indi til að stjórna skemmtibát sem er styttri en 24 metrar að skrán­ing­ar­lengd.

Spurn­ingar

Spurningum verður svarað eins fljótt og auðið er

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.