Kennd verða bókleg atriði, sem krafist er skv. námskrá til skemmtibátaprófs, í siglingafræði, siglingareglum og stöðugleika. Veitir réttindi á að stjórna skemmtibát styttri en 24 metrar. Í lok námskeiðs taka þátttakendur próf, lágmarkseinkunn er 6.
Athugið að þeir sem ekki taka prófið í lok námskeiðsins eða þurfa að taka það aftur geta gert það með því að hafa samband við Endurmenntunarskólann og greiða 30.000 kr.
Smelltu hér til að skrá þig á póstlistann og fá reglulegar fréttir af námskeiðum okkar.
Tími: 13. janúar – 22. febrúar 2020
Próf: laugardaginn 22. febrúar 2020 klukkan 13:00
Námskeiðsgjald: 54.500 kr.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.
Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara (virkir dagar) í síma 514 9602 eða á [email protected].
Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að ná lágmarkseinkunn á prófi sem er 6.
Þátttakendur þurfa að nota eftirfarandi gögn á námskeiðinu:
Öll námsgögn fást hjá IÐNÚ bókaútgáfu, Brautarholti 8, 105 Reykjavík.
Á námskeiðinu verða kennd bókleg atriði sem krafist er samkvæmt námskrá um skipstjórnarnám: siglingafræði og samlíkir, slysavarnir, siglingareglur og sjóréttur, siglingatæki og fjarskipti, skipahönnun og vélfræði, stöðugleiki og skipstjórn, veðurfræði og umhverfisvernd.
Námskeiðið veitir réttindi til að vera vélavörður á skipi með 750 kW vél og minni og 12 m og styttra að skráningarlengd.
Kjartan er kennari við Skipstjórnarskóla Tækniskólans og veitir hann upplýsingar um námskeiðið í síma 665 1100
Námskeiðið er kennt í 100% fjarnámi en þátttakendur þurfa bara að mæta í lokaprófið.
Það má sjá nánari upplýsingar um þetta á kennsluvefnum undir tilkynningar.
Það er í lagi en samt sem áður þá verða þátttakendur að fara yfir allt námsefnið sem tilgreint er í dagskrá námskeiðsins.
Inni á kennsluvefnum eru verkefni sem þátttakndur þurfa að vinna til að fá þjálfun. Það er mjög mismunandi hvað þátttakendur þurfa langan tíma í að læra en það er komið undir hverjum og einum en við miðum við að þátttakendur komi vel þjálfaðir í lokaprófið. Það er nauðsynlegt fyrir þátttakendur að horfa á alla fyrirlestra á námskeiðinu.
Það er mjög gott að prenta út dagskrá námskeiðsins og verkefnin í siglingafræði, siglingareglum og stöðugleika. Sjá nánar í dagskrá námskeiðsins.
Hver þátttakandi þarf að vera með sitt sjókort á námskeiðinu. Í lokaprófinu tekur hver þátttakandi próf í sínu sjókorti. Sama á við um gráðuhornið
Það er nauðsynlegt að hafa sjókort 36, gráðuhorn, reglustiku, hringfara, reiknivél, skriffæri og strokleður. Það er mjög gott að hafa með sér aukablý í skrúfblýantinn og hringfararann.
Í siglingafræði geta þátttakendur verið með öll gögn með sér fyrir utan snjallsíma og tölvur. Það eru engin gögn leyfileg í siglingareglum og stöðugleika.
Prófið er þrjár klukkustundir en það er próf í siglingafræði, siglingareglum og stöðugleika.
Inni á kennsluvefnum getur þú séð einkunnir undir verkefni. Þar sérð einkunn úr hverjum hluta.
Sumir fá verklega þjálfun hjá vinum og kunningjum en margir fara á námskeið hjá siglingaklúbbum eins og Brokey hérna í Reykjavík eða sambærilegum siglingaklúbbum á landsbyggðinni.
Já – það er hægt en það þarf að vera í samráði við kennara námskeiðsins.
Já – það er hægt en það þarf að vera í samráði við kennara námskeiðsins.
Það er lítið mál að fá að taka lokaprófið með næsta námskeiði en það þarf að vera í samráði við kennara námskeiðsins.
Þegar bóklega hlutanum í náminu er lokið þá þurfa þátttakendur að taka verklegt próf á vélbát eða á skútu en það fer eftir því á hvernig bátum þátttakendur ætla að ná sér í réttindi á.
Þú getur haft samband við kennarann en hann er að taka þátttakendur í verkleg próf. Hann er með vélbát til umráða en ef þátttakendur vilja taka skútupróf þá verða þeir sjálfir að útvega skútu. Síminn hjá kennaranum er 665 1100.
Þú sækir um skemmtibátaskírteini hjá Samgöngustofu en þú þarft að skila inn til þeirra eftirfarandi gögnum: Bóklega skírteininu frá Tækniskólanum, vottorði prófdómara um að þú hafir lokið verklegu prófi á vélbát og eða á seglbát. Þú þarft einnig að skila inn læknisvottorði og passamynd. Nánar upplýsingar um þetta má sjá á heimasíðu Samgöngustofu (www.samgongustofa.is).
Réttindin á skemmtibáta gilda við Íslandsstrendur og annars staðar í heiminum eftir því sem skírteinið heimilar og skv. reglum einstakra ríkja. Skírteini til strandsiglinga gildir jafnframt sem alþjóðlegt skírteini til strandsiglinga og er byggt á fyrirmynd Sameinuðu þjóðanna (ICC- skírteini).
Lágmarkseinkunn í bóklegu prófi er 7 í siglingareglum og siglingafræði, 5 í öðrum bóklegum námsþáttum og skal meðaleinkunn ekki vera lægri en 6. Verklegt próf er háð mati prófdómara.
Það er heimilt ef báturinn er 7,00 metrar eða lengri að skráningarlengd.
Skemmtibátaskírteini gilda við strandsiglingar en strandsiglingar eru skilgreindar sem svæði sem er fyrir innan 50 sjómílur frá landi.
Ekki þarf sérstakt vélstjórnarskírteini á skemmtibát með 750 kW (um 1.000 hp) vélarafl og minna.
Að hafa náð 16 ára aldri – hafa staðist bóklegt og verklegt próf á skemmtibáta – vera íslenskur ríkisborgari eða með heimilisfesti á Íslandi – einnig vottorð læknis (sjá heimasíðu Samgöngustofu).
Athugið að ekki er gerð krafa um læknisvottorð frá sérstökum sjómannalækni þegar um er að ræða læknisvottorð fyrir skemmtibátaréttindi.
Þú getur það en þú getur ekki sótt um skírteini hjá Samgöngustofu fyrr en þú ert orðinn 16 ára.
Með skemmtibátum er í lögum nr. 30/2007 átt við þau skip sem skrásett eru sem skemmtiskip samkvæmt lögum um skráningu skipa, nr. 115/1985, en bátar 6 metrar og lengri eru skráningarskyldir. Skemmtibátaréttindin veita réttindi til að stjórna skemmtibát sem er styttri en 24 metrar að skráningarlengd.
Já ef þú lætur okkur vita með þriggja daga fyrirvara (virkir dagar) í tölvupósti á [email protected]
Annars býðst þér að að færa á næsta námskeið ef það er laust pláss og greiða 25% af námskeiðsgjaldi.