Námskeiðið samsvarar 6 eininga námi í framhaldsskóla (rúmlega einum áfanga). Því má gera ráð fyrir að um 100-140 klst fari í námið samkvæmt viðmiði fyrir framhaldsskólanemendur (og eitthvað styttri fyrir eldri nemendur). Þar af eru 3 dagar í verklegri þjálfun og prófi í bilanaleit og viðgerðum vélbúnaðar í skipum.
Gjaldfært er af greiðslukortum rúmlega tveimur vikum áður en námskeið hefst.
Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólahringa fyrirvara (virkir dagar) á endurmenntun@tskoli.is
Skráningargjald fæst ekki endurgreitt.
Gjaldskrá Endurmenntunarskólans
Til að fá prófskírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að standast alla þætti námskeiðsins, hvort sem það eru bókleg próf eða verkleg þjálfun.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.
Nemendur þurfa að útvega sér eftirfarandi gögn og m.a. hafa með sér í próf og verklega lotu:
- Reiknivél, skriffæri og strokleður.
- Fartölvu (eða spjaldtölvu) til að geta unnið á kennsluvef (Innu).
Sérhæfð námsgögn fást hjá IÐNÚ bókaútgáfu, Brautarholti 8, 105 Reykjavík.