fbpx
Menu

Tækniskóli unga fólksins – Ljósmyndun

Viltu læra grunnatriði í ljósmyndun?

Mættu með stafræna myndavél, venjulega myndavél, síma eða spjaldtölvu.

Námskeiðslýsing

Skoðum alls konar græjur sem ljósmyndarar nota og lærum hvernig þær virka.

Þú lærir um hugtök eins og mynduppbyggingu, hraða, ljósnæmi og ljósop.

Förum yfir grunnatriði í mynduppbyggingu og lærum að nota myndvinnsluforritið Lightroom.

En fyrst og fremst tökum við helling af myndum og höfum gaman.

Þið þurfið að mæta með stafræna myndavél, venjulega myndavél, síma eða spjaldtölvu.

Komið klædd eftir veðri því við förum út að taka myndir.

  • Leiðbeinandi

    Har­aldur Guðjónsson Thors

  • Hámarksfjöldi

    12

  • Forkröfur

    Fyrir 12-16 ára

  • Fréttabréf

    Skráðu þig á póstlista Endurmenntunarskólans

Tími:

þriðjudagur 13:00 – 16:00
miðvikudagur 13:00 – 16:00
fimmtudagur 13:00 – 16:00
föstudagur 13:00 – 16:00

Alls 12 klukkutímar

Haraldur Guðjónsson Thors, kennari í ljósmyndun.

 

Námskeiðsgjald: 25.000 kr.

 

Gjald­fært er af greiðslu­kortum viku áður en nám­skeið hefst.

Nám­skeiðsgjöld eru óaft­ur­kræf nema for­föll séu til­kynnt með a.m.k. þriggja sóla­hringa fyr­ir­vara  (virkir dagar) á [email protected]

Skrán­ing­ar­gjald fæst ekki end­ur­greitt.

Gjaldskrá Endurmenntunarskólans

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.