Menu

Tækniskóli unga fólksins – Ljósmyndun

Viltu læra að taka betri myndir og skilja hvernig myndavél virkar?

Á þessu skemmtilega og hagnýta námskeiði færðu innsýn í grunnatriði ljósmyndunar og allt sem þú þarft er myndavél, sími eða spjaldtölva!

Almennar upp­lýs­ingar

Námskeiðslýsing:

Kynnumst fjölbreyttum ljósmyndagræjum og hvernig þær virka.

Förum yfir helstu hugtök í ljósmyndun: mynduppbyggingu, hraða, ljósnæmi og ljósopi

Lærum að vinna myndir í mynd­vinnslu­for­ritinu Lightroom

Tökum myndir í fullbúnu og glæsilegu stúdíói skólans

Tökum helling af myndum og leggjum áherslu á að hafa gaman á meðan við lærum!

 

Hvað þarftu að hafa með?

  • Stafræna myndavél, filmumyndavél, síma eða spjaldtölvu
  • Góða skapið og klæddu þig eftir veðri, við förum líka út!

 

Ef þig vantar myndavél, getur skólinn lánað þér búnað.

  • Leiðbeinandi

    Har­aldur Guðjónsson Thors

  • Hámarksfjöldi

    12

  • Forkröfur

    Fyrir 12-16 ára

  • Fréttabréf

    Skráðu þig á póstlista Endurmenntunarskólans

Tími:

mánudagur 13:00 – 16:00
þriðjudagur 13:00 – 16:00
miðvikudagur 13:00 – 16:00
fimmtudagur 13:00 – 16:00
föstudagur 13:00 – 16:00

Alls 15 klukkutímar

Haraldur Guðjónsson Thors, kennari í ljósmyndun.

 

Námskeiðsgjald: 

 

Gjald­fært er af greiðslu­kortum viku áður en nám­skeið hefst.

Nám­skeiðsgjöld eru óaft­ur­kræf nema for­föll séu til­kynnt með a.m.k. þriggja sóla­hringa fyr­ir­vara  (virkir dagar) á [email protected]

Skrán­ing­ar­gjald fæst ekki end­ur­greitt.

Gjaldskrá Endurmenntunarskólans

Spurningar

Spurningum verður svarað eins fljótt og auðið er

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.