Tækniskóli unga fólksins – Rafíþróttir
Langar þig að stunda rafíþróttir?
Á þessu námskeiði einbeitum við okkur að því að efla leikni, samvinnu og sjálfstraust í heimi rafíþrótta.
Langar þig að stunda rafíþróttir?
Á þessu námskeiði einbeitum við okkur að því að efla leikni, samvinnu og sjálfstraust í heimi rafíþrótta.
Námskeiðið miðar að því að styrkja sjálfsmynd þátttakenda og styðja við heilbrigða iðkun rafíþrótta.
Við veltum fyrir okkur hvernig tölvuleikjasamfélög hafa áhrif á sjálfsmynd og samskipti.
Unnið er að því að efla sjálfstæða hugsun og bæta færni í samspili og samskiptum.
Lögð er áhersla á heilsu, heilbrigðan lífsstíl og líkamsrækt, þætti sem styðja við frammistöðu í rafíþróttum.
Lærum, spjöllum, spilum og hugsum um heildina!
Vigfús Karl Steinsson
12
Fyrir 12–16 ára
Skráðu þig á póstlista Endurmenntunarskólans
| Dagsetning | Vikudagur | Tímasetning |
|---|---|---|
| Mánudagur | 09:00 - 12:00 | |
| Þriðjudagur | 09:00 – 12:00 | |
| Miðvikudagur | 09:00 – 12:00 | |
| Fimmtudagur | 09:00 – 12:00 | |
| Föstudagur | 09:00 – 12:00 |
Alls 15 klst.
Vigfús Karl Steinsson er mikill tölvuleikjaáhugamaður. Hann hefur leitt Tækniskólann til sigurs 3 sinnum í FRÍS (Framhaldskólaleikum Rafíþróttasamtaka Íslands) og brennur fyrir því að upphefja rafíþróttir á Íslandi.
„Liðsheild og samvinna er leynivopnið sem ég mun kenna ykkur að beisla!“
Gjaldfært er af greiðslukortum viku áður en námskeið hefst.
Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólahringa fyrirvara (virkir dagar) á [email protected]
Skráningargjald fæst ekki endurgreitt.