Menu

Tækniskóli unga fólksins – Rafíþróttir

Langar þig að stunda rafíþróttir?

Á þessu námskeiði einbeitum við okkur að því að efla leikni, samvinnu og sjálfstraust í heimi rafíþrótta.

Námskeiðsgjald

-1 kr.

Fyrirspurnir

[email protected]

Almennar upplýsingar

Námskeiðslýsing

Námskeiðið miðar að því að styrkja sjálfsmynd þátttakenda og styðja við heilbrigða iðkun rafíþrótta.

Við veltum fyrir okkur hvernig tölvuleikjasamfélög hafa áhrif á sjálfsmynd og samskipti.

Unnið er að því að efla sjálfstæða hugsun og bæta færni í samspili og samskiptum.

Lögð er áhersla á heilsu, heilbrigðan lífsstíl og líkamsrækt, þætti sem styðja við frammistöðu í rafíþróttum.

 

Hvað þarftu að hafa með?

  • Engin reynsla nauðsynleg, aðeins áhugi á tölvuleikjum og vilja til að læra
  • Allur búnaður verður á staðnum

 

Lærum, spjöllum, spilum og hugsum um heildina!

 

  • Leiðbeinandi

    Vigfús Karl Steinsson

  • Hámarksfjöldi

    12

  • Forkröfur

    Fyrir 12–16 ára

  • Fréttabréf

    Skráðu þig á póstlista Endurmenntunarskólans

Nánari upplýsingar

Dagsetning Vikudagur Tímasetning
Mánudagur 09:00 - 12:00
Þriðjudagur 09:00 – 12:00
Miðvikudagur 09:00 – 12:00
Fimmtudagur 09:00 – 12:00
Föstudagur 09:00 – 12:00

Alls 15 klst.

Vigfús Karl Steinsson er mikill tölvuleikjaáhugamaður. Hann hefur leitt Tækniskólann til sigurs 3 sinnum í FRÍS (Framhaldskólaleikum Rafíþróttasamtaka Íslands) og brennur fyrir því að upphefja rafíþróttir á Íslandi.

„Liðsheild og samvinna er leynivopnið sem ég mun kenna ykkur að beisla!“

Námskeiðsgjald: 

 

Gjald­fært er af greiðslu­kortum viku áður en nám­skeið hefst.

Nám­skeiðsgjöld eru óaft­ur­kræf nema for­föll séu til­kynnt með a.m.k. þriggja sóla­hringa fyr­ir­vara  (virkir dagar) á [email protected]

Skrán­ing­ar­gjald fæst ekki end­ur­greitt.

Gjaldskrá Endurmenntunarskólans

Spurningar

Spurningum verður svarað eins fljótt og auðið er

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.