Menu

Upplýsingar um mat á námi

Mat úr fyrra námi miðast við að metnir eru sambærilegir áfangar á þeirri braut sem stefnt er að, ef nemandi er innritaður í skólann. Ef óskað er eftir mati á námi áður en til umsóknar kemur þá þarf að senda  beiðni um slíkt á skrifstofu skólans [email protected] og greiða 7500 kr. á skrifstofu eða með bankamillifærslu. Greiðslu­kvittun auk mats­gagna skal þá send viðkom­andi skóla­stjóra sem metur. Ekki er metið áður en greitt er.

 

Með beiðninni þurfa  eftirfarandi upplýsingar að liggja fyrir:

    Fullt nafn, kennitala og símanúmer.
•   Á hvaða námsbraut er óskað eftir mati.

 

Gögn erlendis frá:

•   Ef gögn eru erlendis frá, þarf prófskírteini að vera á upprunalegu tungumáli, stimplað af þeim skóla sem veitti það.
•   Þýðing á prófskírteininu á íslensku eða ensku (þýtt af viðurkenndum aðila).
•   Upplýsingar um innihald og umfang námsins.

 

ENSK3VG05CT / ENSK3ES05CT Tæknienska fyrir sjófarendur – fagenska

Athugið að ekki er hægt að meta almennan 3. þreps enskuáfanga á móti ENSK3VG05CT  / ENSK3ES05CT  sem er á brautum Véltækniskólans og Skipstjórnarskólans. Áfanginn er tæknienska fyrir sjófarendur – fagenska og er sérstakur IMO áfangi sem endurspeglar STCW kröfur um enskukunnáttu samkvæmt A-II/1 og A-III/1, og byggir á uppbyggingu IMO Model Course 3.17.

 

 

Uppfært 13. nóvember 2025
Áfangastjórn