Menu

Miðspannar-/miðannarmat

Miðspann­armat / miðann­armat er aðgengi­legt nem­endum og forráðaaðilum í Innu um miðbik hverrar spannar/​annar sam­kvæmt skóladagatali.

  • Um miðja fyrri spönn birtist miðspannarmat fyrir áfanga kenndir á fyrri spönn
  • Um miðja önn birtist miðannarmat fyrir áfanga sem kenndir eru á önn
  • Um miðja seinni spönn birtist miðspannarmat fyrir áfanga kenndir á seinni spönn

Matið byggir fyrst og fremst á því náms­mati sem þegar hefur farið fram í viðkom­andi áfanga og er ætlað að veita leiðbein­andi upp­lýs­ingar um stöðu nem­enda í námi sínu.


Matskvarðinn fjórskiptur:

   A = Ágætt. Nem­anda gengur mjög vel.
   B = Í lagi. Nem­andi hefur tök á efninu en má ekki slá slöku við.
   C = Ábótavant. Nem­andi þarf að taka sig á til að ná áfang­anum.
   X = Ekki forsendur til að gefa vitnisburð.

Hér má sjá hvar miðannar-/spannarmatið er að finna í Innu.


Ein­kunnin C (ábótavant) í grein gefur þau skilaboð að nem­andinn verði að taka sig veru­lega á í náminu og leita alls mögu­legs stuðnings við námið sem kostur er á. Við hvetjum nem­endur og for­sjáraðila að fara saman yfir miðspann­ar­matið/​miðann­ar­matið saman og skipu­leggja fram­hald námsins í ljósi þess.

Námsráðgjafar skólans eru til viðtals og geta bent á leiðir fyrir nem­endur sem þurfa að bæta stöðu sína. Einnig er mik­il­vægt er fyrir nem­endur með ein­kunnina X (ekki forsendur til að gefa vitnisburð) að leita aðstoðar hjá námsráðgjöfum vegna fram­gangs náms síns.

Hægt er að bóka viðtals­tíma hjá námsráðgjöfum skólans í gegnum Innu – sjá leiðbeiningar hér.


Kennslumat

Kennslumat fer fram á síðari hluta annar og birtist undir flip­anum „Kann­anir“ í kennsluvef Innu. Nem­endur svara spurn­ingum um kennsluna í ein­stökum áföngum.

Sjá leiðbeiningar

 

 

Uppfært 29. janúar 2025
Áfangastjórn