fbpx
Menu

Upphafið var árið 1928

Iðnskólinn í Hafnarfirði var stofnaður 11. nóv­ember 1928 á fyrsta fundi Iðnaðarmanna­fé­lags Hafn­ar­fjarðar og rak félagið skólann sem kvöld­skóla til ársins 1955. Emil Jónsson, bæj­ar­verkfræðingur og síðar for­sæt­isráðherra var fyrsti skóla­stjóri skólans og gegndi starfinu til ársins 1944.

Kennsla samn­ings­bund­inna iðnnema hefur farið fram allt frá stofnun skólans. Helstu tímamót í sögu skólans urðu þegar ríkið og bæj­ar­fé­lagið tóku við rekstr­inum árið 1956 og varð hann þá dag­skóli. Með stofnun grunn­deilda málmiðna 1974 var tekin upp verkleg kennsla við skólann. Grunn­deild tréiðna og verk­legt nám fyrir hársnyrtiiðn hófst árið 1977 og á sama tíma hófst kennsla í tækni­teiknun. Síðasta grunn­deildin var stofnuð 1983 með verk­legri kennslu í rafiðngreinum. Verk­deild­irnar hafa verið, og eru ennþá, kjöl­festa skóla­starfsins. Árið 1990 var komið á fót hönn­un­ar­braut að frumkvæði þáver­andi skóla­meistara Steinars Steins­sonar en henni var síðan breytt í list­náms­braut, s.kv. Aðalnám­skrá fram­halds­skóla, árið 1999. Útstill­inga­deild var stofnuð haustið 1998. Frum­deild var starf­andi árin 1993-2002 og almenn náms­braut tók til starfa haustið 2000.

 

Nýtt húsnæði og stækkun skólans

Skólinn flutti í nýtt húsnæði í janúar árið 2000 við Flata­hraun 12. Í því fólst veruleg stækkun og bylting á allri aðstöðu nem­enda og kennara. Skóla­húsnæðið er fjár­magnað, reist og rekið af einkaaðilum og er það fyrsta fjölhæða stál­grind­ar­húsið sem reist er hér­lendis. Áður hafði Iðnskólinn verið á tveimur stöðum þar sem bóknám fór fram í húsnæðinu við Reykja­vík­urveg og verk­námið var til húsa við Flata­hraun. Í nýja skól­anum var öll aðstaða undir sama þaki en vegna mik­illar aðsóknar og fjölg­unar í skól­anum var áhaldahús bæj­arins gert upp og notað sem kennslu­rými til bráðabirgða meðan leitað var lausna við stækkun skólans.