Við notkun á þessari vefsíðu verða til upplýsingar um heimsóknina. Tækniskólinn notar þessar upplýsingar til að betrumbæta vefsíðuna og upplifun notenda hennar. Við leggjum höfuðáherslu á varðveislu þessara gagna og afhendum þau ekki þriðja aðila nema um lagalega skyldu sé að ræða.
Vafrakökum er safnað í þeim tilgangi að telja heimsóknir sem og greina notendaferðalag (e. Users journey) um vefsíðuna. Þessar upplýsingar eru greindar með því markmiði að bæta upplifun notenda á vefsíðunni og auðvelda aðgengi notenda að upplýsingum.
Tækniskólinn notar Google analytics til að safna gögnum, þar koma fram upplýsingar um hverja heimsókn, hversu lengi hún varði, hvert notandi fór innan vefsíðunnar og hvar hann fór af léninu. Við leggjum höfuðáherslu á varðveislu þessara gagna og afhendum þau ekki þriðja aðila nema um lagalega skyldu sé að ræða. Engar tilraunir eru eða verða gerðar til að komast yfir frekari upplýsingar um hverja komu eða tengja saman við aðrar persónugreinanlegar upplýsingar.
Vefurinn notast við SSL skilríki sem þýðir að öll samskipti eru yfir dulritað burðarlag. Það gerir gagnaflutning í gegnum hann öruggari.
SSL skilríki varna því að óprúttnir aðilar komist yfir gögn sem send eru í gegnum vefinn, eins og t.d. lykilorð. Með skilríkjunum eru upplýsingar sem sendar eru milli notenda vefmiðlara dulkóðaðar og gögnin sem flutt eru á milli skila sér á réttan stað á öruggan máta.
Á vef Tækniskólans er stundum vísað á vefi annarra stofnana, félagasamtaka og fyrirtækja. Reglur Tækniskólans um öryggi notenda gilda ekki á vefjum utan hans. Tækniskólinn ber ekki ábyrgð á efnisinnihaldi eða áreiðanleika slíkra vefja. Vísunin þýðir heldur ekki að Tækniskólinn styðji eða aðhyllist nokkuð sem þar kemur fram.
Þótt leitast sé við að hafa upplýsingar á vef Tækniskólans réttar og í samræmi við nýjustu stöðu mála er ekki ávallt hægt að ábyrgjast að svo sé. Þetta á einnig við um tilvísanir og tengla í efni utan vefsins.