Menu

Kafli 16 – Skólanámskrá


Markmið námsins, áherslur og markhópur nemenda

Meg­in­markmið Tækni­skólans er að efla sam­fé­lagið með því að bjóða upp á fjöl­breytta fag­menntun sem sam­tímis er sniðin að þörfum nem­enda og atvinnu­lífs. Flestar náms­brautir veita sérhæfða menntun á sínu sviði sem lýkur með lög­giltum rétt­indum en opnar jafn­framt leiðir til frekara náms. Í skóla­nám­skrá Tækni­skólans eru upp­lýs­ingar um hverja braut fyrir sig.

Tækni­skólinn byggir á meira en ald­argam­alli hefð í menntun iðnaðarmanna, skip­stjórn­enda og vél­stjórn­enda en hefur ætíð brugðist hratt og vel við tækninýj­ungum og breyttum kröfum atvinnu­lífsins af fag­mennsku og metnaði.

 

Skipulag

Skipulag námsins er margþætt. Í fyrsta lagi er starfað eftir nám­skrám sem samþykktar eru af mennta­yf­ir­völdum og koma starfs­greinaráð viðkom­andi starfssviða að gerð þeirra í sam­ræmi við gild­andi lög hverju sinni. Í öðru lagi er skipulag kennslu og stjórn­unar en vert er að und­ir­strika áhersluna sem lögð er á að gera nem­andann virkan og ábyrgan í námi sínu og láta hann finna að virðing er borin fyrir honum og sjón­armiðum hans.

Fjöl­breyti­legar kennslu- og matsaðferðir þjálfa nem­endur í því að gera grein fyrir verkum sínum og sjón­armiðum og fá upp­byggi­lega gagn­rýni bæði frá kenn­urum og sam­nem­endum. Árangur skóla­starfsins byggir á virkni nem­enda og fag­mennsku starfs­manna. Kenn­arar Tækni­skólans eru fag­menn í tvennum skiln­ingi. Þeir eru fag­menn í þeim starfs­greinum og sér­greinum sem þeir kenna og þeir eru fag­menntaðir kenn­arar.

Tækni­skólinn er fjöl­mennur skóli með fjöl­breytt náms­framboð sem end­ur­speglast í mark­hópi hans. Það er stefna skólans að þróa náms­framboð sitt á öðru, þriðja og fjórða þrepi í takt við þarfir atvinnu­lífs og eft­ir­spurnar nem­enda.

 


Uppfært 8. desember 2023
Áfangastjórn