Námstækni getur hjálpað þér að tileinka þér árangursríkar aðferðir til að bæta árangur þinn í námi. Mikilvægt er að þú setjir þér skýr markmið og endurskoðir þau reglulega til að sjá hvernig hefur gengið.
Góð námstækni felur í sér þætti eins og tímaskipulag, lífsvenjur, lestrar- og glósutækni, prófundirbúning og jákvætt hugarfar.