Tækniskólinn er stærsti framhaldsskóli landsins og samanstendur af mörgum undirskólum með fjölbreytt nám.
Tækniskólinn hefur það að markmiði að vinna náið með atvinnulífinu. Meginhlutverk skólans er að mennta fólk til starfa í atvinnulífinu og því er nauðsynlegt að tengjast atvinnulífinu með samstarfi og samvinnu bæði varðandi nám í skólanum og vinnustaðanám. Skólinn vill efla þessi tengsl með frekara samstarfi við fyrirtæki og stofnanir.