fbpx
en
Menu
en

Kafli 12 – Skólanámskrá


Hér má finna almennar skólareglur, reglur um skólasókn og reglur um tölvunotkun í Tækniskólanum. Kynntu þér reglurnar vel og mundu að fylgja þeim. Það gerir hlutina einfaldari, þannig að allt gangi vel og skólagangan verði með eðlilegum hætti.


1. Almennar skólareglur

1.1  Nem­endur skulu sækja allar kennslu­stundir og koma stund­vís­lega til kennslu.
1.2  Ef kennsla hefst ekki stund­vís­lega og for­föll kennara hafa ekki verið til­kynnt skulu nem­endur spyrjast fyrir um orsökina á skrif­stofu skólans.
1.3  Nem­endur og starfs­fólk Tækni­skólans skulu virða gildi, stefnur og reglur skólans.
1.4  Gagn­kvæm virðing, kurt­eisi og prúðmennska skal ríkja í skól­anum svo og hvar sem nem­endur og starfs­fólk koma fram í nafni skólans.
1.5  Nem­endum ber að fara eftir fyr­ir­mælum starfs­fólk skólans.
1.6  Nem­endum og starfs­fólki ber að ganga snyrti­lega um húsa­kynni skólans og fara vel með muni í hans eigu.
1.7  Skóla­húsnæðið og lóðir eru tób­ak­slaus svæði, þ.m.t. neftóbak, nikó­tínpúða, munn­tóbak og rafsíga­rettur. Einnig er óheimilt að hafa tób­aksáhöld sýnileg í skól­anum þ.m.t neftóbak, nikó­tínpúða, munn­tóbak og rafsíga­rettur.
1.8  Öll meðferð áfengis og annarra fíkni­efna er bönnuð í skól­anum, á sam­komum eða í ferðalögum á vegum skólans eða í hans nafni.
1.9  Óheimilt er að bera vopn í skól­anum, hvort sem um er að ræða hnífa, skot­vopn, raf­byssur eða önnur þau vopn er falla undir skil­grein­ingar vopna­laga 1988 nr. 16. Öll mál sem upp koma í skól­anum sem tengjast vopnaburði eru til­kynnt til barna­verndar.
1.10 Neysla matar eða sæl­gætis í kennslu­stofum, vinnu­sölum eða á bóka­safni er ekki leyfð. Neysla drykkja á bóka­safni og í kennslu­stofum öðrum en tækja­stofum/​vinnu­sölum er aðeins leyfð í ílátum sem hægt er að loka tryggi­lega.
1.11  Notkun farsíma eða annarra snjall­tækja í kennslu­stund er í samráði við kennara hverju sinni. Sjá nánar reglur um notkun snjalltækja hér fyrir neðan.
1.12  Nem­endur bera sjálfir ábyrgð á verðmætum sínum.
1.13  Skemmdir sem nem­endur kunna að vinna á húsnæði skólans eða eigum hans skulu þeir bæta að fullu.
1.14  Nem­endum er óheimilt að leggja bifreiðum sínum í sér­merkt bílastæði starfs­manna.
1.15  Nemendur skólans eiga að hafa aðgangs- og  prentkort til þess að geta staðfest að þeir séu nemendur skólans og ber að framvísa kortinu sé þess óskað af starfsfólki. Ef nemendur verða ekki við því þá eiga nemendur á hættu að vera beðnir um að yfirgefa skólahúsnæðið.  
1.16  Skólareglur Tækniskólans gilda á skólatíma, viðburðum og ferðum á vegum skólans og alls staðar þar sem komið er fram í nafni hans.   


2. Reglur um skólasókn

2.1  Nem­endur sæki allar kennslu­stundir í þeim áföngum sem þeir hafa valið sér og mæta stund­vís­lega.
2.2  Litið er svo á að ef nem­andi mætir ekki í skólann fyrstu kennslu­vikuna og hefur ekki gert grein fyrir fjar­veru sinni ætli hann ekki að stunda nám í skól­anum.
2.3  Ef kennsla hefst ekki stund­vís­lega og for­föll kennara hafa ekki verið til­kynnt skulu nem­endur spyrjast fyrir um orsökina á skrif­stofu skólans.
2.4  Viðvera nem­enda er metin með eft­ir­far­andi hætti:

  • Fjarvist úr kennslustund í meira en 20 mínútur – 1 fjarvistarstig
  • Fjarvist úr kennslustund í minna en 20 mínútur – 0,5 fjarvistarstig
  • Fyrir 95-100% raunmætingu er gefin ein námseining sem nýtist sem hluti af frjálsu vali.
  • Fari nemandi niður fyrir 80% heildarmætingu hefur skólinn rétt til að vísa honum úr skóla.
  • Hafi nemandi fengið áminningu og verið vísað úr skólanum, á nemandinn ekki rétt á skólavist á næstu önn. Skólasóknareining er gefin fyrir raunmætingu í námi 12 kennslustundir eða 15 einingar á önn hið minnsta.

Reglu­lega er gerð úttekt á skóla­sókn nem­enda. Nem­endur sem ekki fylgja reglum um skóla­sókn fá senda áminn­ingu í gegnum Innu. Við end­ur­tekin brot á reglum um skóla­sókn áskilur skólinn sér rétt til að vísa nem­and­anum úr skól­anum.

Hægt er að veita undanþágu á skóla­sókn­ar­reglum fyrir afreks­fólk í sam­ræmi við kafla 16.2 í aðalnám­skrá. Nem­andi sem hyggst nýta sér undanþágu skal skila inn viðeig­andi gögnum til aðstoðarskóla­meistara.


Einkunnir fyrir skólasókn:

  • 97–100% eink. 10 – 1 ein.*
  • 95–96,99% eink. 9 – 1 ein.*
  • 91–94,99% eink. 8 – 0 ein.
  • 88–90,99% eink. 7 – 0 ein.
  • 84–87,99% eink. 6 – 0 ein.
  • 79,5–83,99% eink. 5 – 0 ein.
  • 75–79,49% eink. 4 – 0 ein.
  • 70–74,99% eink. 3 – 0 ein.
  • 65–69,99% eink. 2 – 0 ein.
  • Minna en 65% eink. 1 – 0 ein.

* Skólasóknareining er gefin fyrir raunmætingu í námi 12 kennslustundir eða 15 einingar á önn hið minnsta.


3. Reglur um tölvunotkun

3.1  Tölvu­búnaður Tækni­skólans er eign skólans og ein­ungis ætlaður til náms, kennslu, kynn­ingar og annarra þátta er sam­ræmast markmiðum skólans.
3.2  Nem­endur, sem eru að vinna verk­efni vegna náms, hafa for­gang í tölvur skólans.
3.3  Hand­hafi not­end­a­nafns í tölvu­kerfi skólans er ábyrgur fyrir allri notkun þess.
3.4  Skólinn áskilur sér rétt til að fara yfir, skoða og eyða gögnum á gagnasvæðum nem­enda til að tryggja að reglum um notkun búnaðarins sé fylgt.
3.5  Gert er ráð fyrir að hver nem­andi hafi til umráða heimasvæði (H-drif og OneDrive hjá Micr­or­soft).
3.6  Leiðbein­ingar um aðgangs- og lyk­ilorð að tölvu­kerfum eru á vef skólans.
3.7  Öll notkun á tölvum skólans og tölvu­kerfum utan þeirrar notk­unar sem tengist skóla­starfi er óheimil og er þar m.a. teng­ingar að eða frá, hvers konar niðurhal og net­notkun, upp­setning for­rita, afritun gagna og hug­búnaðs annarra en eigin, breyta teng­ingum vél­búnaðs. Ef óskað er eftir ein­hvers konar ann­arri notkun tölvu­kerfa skólans en upp­setning kerf­anna gerir ráð fyrir skal haft sam­band við tölvu­deild skólans.

 


4. Reglur um notkun snjalltækja

4.1  Nemendum er heimilt hafa snjalltæki meðferðis í skólann en þó ber hafa slökkt á slíkum tækjum í kennslustundum nema kennari ákveði annað. Tækin skulu geymd afsíðis t.d. ofan í tösku. 
4.2 
Kennari stýrir vinnu í kennslustundum og stjórnar notkun á snjalltækjum. Kennari ber ábyrgð á verklagi í sínum kennslustundum og hefur því fullt umboð skólans til að leyfa eða banna notkun snjalltækja.
4.3  Kennslustofur eru ekki opinber svæði. Upptaka og myndataka á einstaklingi án leyfis viðkomandi í kennslustofunni brýtur gegn opinberum reglum um persónuvernd. Slík notkun snjalltækja er því óheimil með öllu og telst alvarlegt agabrot.
4.4  Brjóti nemandi reglur skólans um notkun snjalltækja bregst skólinn við eins og um agabrot sé að ræða. Ítrekuð brot geta haft íþyngjandi afleiðingar fyrir viðkomandi nemanda. 


Brjóti nemandi reglur skólans fær hann viðvörun eða áminningu. Brot á skólareglum geta leitt til brottvísunar úr skóla. Forráðamönnum ólögráða nemenda er gert viðvart um brot á skólareglum. Öll brot á skólareglum eru skráð á svæði nemendans í Innu.

Sjá meðferð brota á skólareglum í gæðahandbók skólans VKL-426

 

 

Uppfært 21. nóvember 2024
Áfangastjórn